

Renniverkstæði - Lagerstarf
Langar þig að vera hluti af öflugu og spennandi teymi innan stoðtækjaframleiðslu Össurar?
Össur leitar að öflugum og metnaðarfullum aðila í starf á lager fyrir renniverkstæði.
Viðkomandi mun starfa við móttöku, meðhöndlun og afhendingu á hráefni á lager og því er nauðsynlegt að viðkomandi sé sjálfstæður í vinnubrögðum, með góða samskiptahæfni. Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi sem er til í að vera góður liðsfélagi og ganga í öll verkefni sem þörf er á hverju sinni.
Hjá Össur starfar fjölbreyttur hópur fólks og hvetjum við öll sem uppfylla hæfnikröfur og hafa áhuga á starfinu til að sækja um, óháð kyni.
- Móttaka á hráefni
- Samantekt og meðhöndlun á hráefni
- Önnur tilfallandi verkefni tengd lager
- Reynsla af lagerstörfum er æskileg
- Reynsla af birgðarhaldi er kostur
- Lyftarapróf er kostur
- Almenn tölvukunnátta, þekking á BC/Navision er kostur
- Þjónustulund, jákvæðni og góð samskiptahæfni
- Skipulagshæfni þarf að vera góð
- Frumkvæði og hæfni til að starfa bæði sjálfstætt og í teymi
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti er skilyrði
-
Líkamsræktarstyrkur
-
Samgöngustyrkur
-
Líkamsræktaraðstaða, hjólageymsla og golfhermir
-
Mötuneyti með fjölbreyttu úrvali af mat
-
Frí heilsufars-mæling og ráðgjöf
-
Árlegur sjálfboðaliðadagur
- Starfsþróun
-
Öflugt félagslíf













