

Rannsóknartæknir
BM Vallá leitar að öflugum einstaklingi í starf rannsóknartæknis á rannsóknarstofu múrverksmiðju fyrirtækisins í Garðabæ.
Meginhlutverk rannsóknartæknis er framleiðslueftirlit og rannsóknum á múr og tengdum vörum. Ekki er gerð krafa um háskólamenntun en viðkomandi þarf hafa gott innsæi og þekkingu í töluleg gögn, vinna skipulega og af nákvæmni. Einnig er mikilvægt að rannsóknartækir sé fær um að miðla upplýsingum á skýran og skiljanlegan hátt og búi yfir getu til að starfa sjálfstætt.
Við leitum að aðila sem nýtur sín í teymisvinnu og vill taka virkan þátt í að tryggja gæði og fagmennsku í framleiðsluferli fyrirtækisins.
Vinnutími er kl. 8:00-17:00 mánu- til fimmtudaga og kl. 8.00-16.00 á föstudögum.
Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
- Daglegt eftirlit með múrframleiðslu og gæðaprófunum
- Aðstoð við vöruþróun og efnaprófanir
- Skýrslugerð og úrvinnsla gagna
- Tiltekt, frágangur og umsjón með búnaði rannsóknarstofu
- Önnur tilfallandi verkefni tengd gæðamálum og framleiðslu
- Sjálfstæð, nákvæm og örugg vinnubrögð
- Stundvísi, jákvæðni og heiðarleiki
- Góð talnaglöggvi og skipulagshæfni
- Mjög góð tölvukunnátta (t.d. Excel og skýrslugerð)
- Mikil færni í ensku og/eða íslensku, bæði í rituðu og töluðu máli
- Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
- Ekki er gerð krafa um háskólamenntun, tæknimenntun eða viðeigandi reynsla er kostur













