
Eimskip
Eimskip er alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem sinnir gáma- og frystiflutningum í Norður-Atlantshafi og sérhæfir sig í flutningsmiðlun með áherslu á flutninga á frosinni og kældri vöru. Með siglingakerfi sínu tengir Eimskip saman Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum Ísland. Félagið starfrækir 56 skrifstofur í 20 löndum og hefur á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks en í heildina starfa um 1.700 manns af 43 þjóðernum hjá félaginu.

Rafmagnsverkstæði Eimskips
Rafmagnsverkstæði Eimskips í Sundahöfn leitar að öflugum rafvirkja, rafeindavirkja eða rafvélavirkja í framtíðarstarf.
Við bjóðum upp á fjölbreytt og krefjandi verkefni í fyrsta flokks vinnuaðstöðu þar sem fagmennska og öryggi eru í forgrunni. Verkstæðið er hluti af samheldnu teymi sem vinnur að viðhaldi og uppbyggingu tækja og búnaðar sem styður við alþjóðlega flutningsstarfsemi Eimskips.
Ef þú hefur áhuga á tæknilegum lausnum, vinnur af nákvæmni og átt auðvelt með að vinna í hóp – þá viljum við heyra frá þér!
Um er að ræða fullt starf á tvískiptum vöktum, þar sem unnið er alla virka daga. Aðra vikuna er unnið frá kl. 07:00 - 16:00 og hina vikuna frá kl. 16:00 - 01:00.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn raflagnavinna, viðhald og nýlagnir
- Viðhald tækja og búnaðar
- Uppsetning og endurbætur á rafbúnaði
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í rafvirkjun, rafeindavirkjun eða rafvélavirkjun
- Reynsla af viðgerðum á lyfturum og frystikerfum er kostur
- Reynsla af stýrisbúnaði og raflögnum er kostur
- Íslenskukunnátta er skilyrði
- Góð þjónustulund og jákvæðni
Advertisement published29. July 2025
Application deadline17. August 2025
Language skills

Required
Location
Sundabakki 2, 104 Reykjavík
Type of work
Skills
PositivityCustomer service
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (12)

Rafmagnaður söluráðgjafi
Vélar og verkfæri ehf.

Bílamálari , Bifreiðasmiður.
Bílamál ehf

Tæknimaður Glans
Olís ehf

Rafvirkjar óskast
AFL raflagnir ehf.

Kæli og frystikerfi. Þjónustumaður í Garðabæ
Frost

Verkstæðisstarf hjá Þór hf á Akureyri
Þór hf

Bifvélavirki / Auto Mechanic
ÍSAK Bílaleiga

Stálsmíði/uppsetning stálgrinda og LED skjáa
Aldan ehf.

Flinkur bifvélavirki óskast
Bílhúsið ehf

Verkamaður - Workers
Rafha - Kvik

Rafvirki
Enercon

Söluráðgjafi rafbúnaðar hjá Johan Rönning
Johan Rönning