Rekstrarvörur ehf
Rekstrarvörur ehf
Rekstrarvörur ehf

Ráðgjafi í verslun - komdu í liðið okkar!

Hjá Rekstrarvörum bjóðum við upp á eitt fjölbreyttasta úrval landsins af hreinlætis-, hjúkrunar- og rekstrarvörum. Verslunin okkar að Réttarhálsi 2 er lifandi og kraftmikill vinnustaður þar sem við leggjum metnað í að veita viðskiptavinum faglega ráðgjöf og framúrskarandi þjónustu.

Við leitum að jákvæðri og þjónustulundaðri manneskju sem hefur gaman af því að vinna með fólki, er drífandi í verkefnum og til í að taka þátt í að halda versluninni okkar í toppstandi – bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk.

Vinnutími:
  • Virkir dagar kl. 9:15–17:15

  • Auk þess er opið á laugardögum kl. 11:00–15:00 og æskilegt að umsækjandi geti unnið annan hvern laugardag
Dæmigerður dagur hjá okkur:
  • Sala, afgreiðsla og ráðgjöf til viðskiptavina

  • Áfyllingar á hillur og umhirða í verslun

  • Aðstoð við skipulag og framsetningu vara

  • Þáttaka í því að skapa hlýlegt og faglegt andrúmsloft í versluninni
Við sjáum fyrir okkur að þú:
  • Hafir áhuga á verslunar- og þjónustustarfi

  • Sért stundvís, áreiðanleg/ur og sjálfstæð/ur í vinnubrögðum

  • Hafir góða þjónustulund og jákvætt viðmót

  • Sér 20 ára eða eldri

  • Hafir góða íslenskukunnáttu (önnur tungumál kostur)

  • Hafir reynslu af sölustörfum – en það er ekki skilyrði
Hjá okkur færðu:
  • Frábæra vinnufélaga og góðan vinnuanda

  • Starf á lifandi og fjölbreyttum vinnustað þar sem engir tveir dagar eru eins

  • Mikið rými til að bæta við þig þekkingu, færni og reynslu 

  • Heitan og hollan hádegismat á niðurgreiddu verði 
Hljómar þetta eins og starf fyrir þig?

Sendu okkur ferilskrá og og stutta kynningu á þér sem fyrst – við ráðum um leið og við finnum rétta manneskju!

Fyrirspurnum um starfið má beina til Snæbjörns, verslunarstjóra RV - [email protected]

Advertisement published15. August 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Réttarháls 2, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Customer checkoutPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.SalesPathCreated with Sketch.PunctualPathCreated with Sketch.Customer service
Professions
Job Tags