Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun

Ráðgjafi á Suðurlandi

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða ráðgjafa á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Suðurlandi. Starfsstöð ráðgjafa er á Selfossi.

Ráðgjafi þjónustar atvinnuleitendur og atvinnurekendur með það að markmiði að vinna gegn atvinnuleysi. Í starfi sínu þarf ráðgjafi að geta beitt fjölbreyttum aðferðum og myndað tengsl við ólíka aðila til að vinna að hagsmunum atvinnuleitenda og atvinnulífs.

Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunar: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn ráðgjöf og vinnumiðlun 

  • Mat á starfsgetu og þjónustuþörf atvinnuleitenda 

  • Ráðgjöf við flóttamenn 

  • Skráningar, upplýsingamiðlun og samskipti við fræðsluaðila 

  • Kynningar, starfsleitarfundir og umsjón með námskeiðum 

  • Koma á og viðhalda tengslum við fyrirtæki og aðra hagsmunaaðila 

  • Símavaktir og önnur tilfallandi verkefni 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi s.s. á sviði félagsráðgjafar, náms- og starfsráðgjafar, þroskaþjálfunar eða önnur menntun sem nýtist í starfi 

  • Reynsla af ráðgjöf er æskileg 

  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og góðir skipulagshæfileikar 

  • Samskiptahæfni, þjónustulund og metnaður til að skila góðu starfi 

  • Góð íslensku og enskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti 

Advertisement published16. May 2025
Application deadline30. May 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Austurvegi 64
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Customer service
Work environment
Professions
Job Tags