

Passenger Care Coordinator
Við leitum að þjónustuliprum einstaklingi með frábært viðmót og jákvætt hugarfar til að sjá um verkefni sem snúa að farþegaumsjón.
Um er að ræða vaktavinnu í OCC teyminu okkar. Starfið felur í sér að þjónusta viðskiptavini í samræmi við þjónustutengdar stefnur og verkferla.
Góð almenn tölvukunnátta, frábærir samskiptahæfileikar og framúrskarandi færni í ensku og íslensku er skilyrði. Við leitum að einstaklingi sem elskar mannleg samskipti og hefur unun af góðum verkferlum.
Starfsstöðin er á Keflavíkurflugvelli til að byrja með sem færist svo to Reykjavíkur. Um er að ræða vaktavinnu, þar sem unnið er eftir 5-5-4 vaktakerfi á 12 tíma vöktum.
Helstu verkefni:
- Hafa yfirsýn yfir brottförum PLAY.
- Styðja við afgreiðsluaðila á mismunandi áfangastöðum sem PLAY flýgur til.
- Viðhalda skýrum og árangursríkum samskiptum við innri og ytri samstarfsaðila.
- Bregðast við truflunum í leiðarkerfi með því að miðla réttri og tímanlegri upplýsingagjöf til farþega.
- Leysa úr daglegum þjónustutengdum málum í samstarfi við aðra starfsmenn.
- Stuðla að góðu samstarfi milli innri og ytri samstarfsaðila.
- Önnur verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Viðeigandi menntun.
- Framúrskarandi íslenska og enska, bæði í rituðu og töluðu máli.
- Góð almenn tölvufærni (Office-forrit, tölvupóstur, rekstrarkerfi o.fl.)
- Hæfni til að standast öryggis- og bakgrunnsskoðun.
- Reynsla úr fluggeiranum er kostur.
- Sveigjanleiki og hæfni til að vinna undir álagi.
- Lausnamiðuð hugsun og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni.
- Skipulagshæfileikar og frumkvæði í starfi.
- Umsækjendur þurfa að vera að minnsta kosti 20 ára.
Um PLAY
PLAY er íslenskt lágfargjaldaflugfélag sem býður flug til vinsælla áfangastaða á sem hagkvæmastan hátt fyrir farþega og náttúru. Með nýlegum Airbus A320neo og A321neo flugvélum er dregið sem mest úr losun gróðurhúsalofttegunda og þannig leitast við að koma fólki á áfangastað með sem minnstu kolefnisfótspori.
Hjá PLAY er öryggið alltaf í fyrsta sæti og áhersla lögð á stundvísi, einfaldleika, gleði og hagstæð verð.
Hjá PLAY er verið að byggja upp fjölbreyttan starfshóp og einstakan starfsanda. Áhersla er lögð á að skapa starfsmönnum öruggt og jákvætt starfsumhverfi sem er laust við mismunun og hvers konar áreitni. Við viljum bæta í þennan hóp drífandi og kraftmiklu fólki sem vill taka þátt í að breyta íslenskri flugsögu.
Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið [email protected].
Eingöngu er tekið á móti umsóknum á https://flyplay.com/storf.

