NPA aðstoðarkona óskast
Ég er 50 ára fjölmiðla- og samskiptafræðingur, sem elska að ferðast, fara á tónleika og hitta vini mína. Ég fer flestra minna ferða í hjólastól en geng einnig við staf. Mig vantar jákvæða og drífandi aðstoðarkonu til að aðstoða mig við daglegt líf mitt. Um er að ræða dagvinnu, 2-3 fasta daga í viku og einstaka helgar eða seinniparta. Kostur ef viðkomandi getur tekið að sér einstaka afleysingar þegar aðrir NPA starfsmenn eru í fríi.
Ég á yndislegan dreng á unglingsaldri og við búum í Vesturbæ Reykjavíkur með einum ketti. Ég er í 50% starfi og hef ýmis áhugamál utan þess. Ég er að sögn vina bæði hláturmild og með einkar gott geðslag!
Vinnutíminn er alltaf ákveðinn eftir samkomulagi og við reynum alltaf að skipuleggja okkur með góðum fyrirvara.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Starfið felur í sér m.a. að aðstoða mig við að sjá um ýmis almenn heimilisstörf, þvo þvotta, tiltekt, græja matarinnkaup og annað tilfallandi. Það er þó erfitt að gera tæmandi lista yfir verkefnin þar sem starfið snýst um aðstoð við daglegt líf mitt. Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf fatlaðra einstaklinga.
· Kona á aldrinum 25-55 ára
· Jákvæð og drífandi
· Ábyrg og sveigjanleg
· Að leita að skemmtilegu og fjölbreyttu starfi
Bílpróf er nauðsynlegt og kostur ef þú hefur bíl til umráða.