Akureyri
Akureyri
Akureyri

Naustaskóli: Umsjónarkennari

Í Naustaskóla á Akureyri er laus til umsóknar 100% staða umsjónarkennara á miðstigi. Um er að ræða ótímabundna stöðu sem ráðið verður í frá 1. febrúar næstkomandi eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum kennara til að ganga til liðs við öflugt kennarateymi 4. – 5. bekkjar.

Í Naustaskóla er er lögð áhersla á jákvæðan aga, teymiskennslu, námsaðlögun og faglegt samstarf. Kennarar kenna saman á opnum svæðum og skapa saman lærdómssamfélag með sérstakri áherslu á að koma til móts við hvern og einn nemanda.

Einkunnarorð Naustaskóla eru „Námsaðlögun- Athvarf- Umhyggja – Samvinna – Táp og fjör – Allir með!“

Viltu vita meira? Kíktu í rafræna heimsókn www.naustaskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Kennari er hluti af kennarateymi, sinnir kennslu nemenda í samstarfi og samvinnu við kennara teymisins og aðra starfsmenn skólans og ber ábyrgð á starfi sínu gagnvart skólastjóra.
  • Skipulagning og framkvæmd kennslu í samstarfi við teymisfélaga.
  • Einstaklingsmiða kennslu og námsmat.
  • Þátttaka í þróunarstarfi og teymisvinnu.
  • Virk þátttaka í faglegu samstarfi innan skólans.
  • Samskipti og samstarf við foreldra.
  • Umsjón með nemendahópi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla.
  • Framhaldsmenntun er æskileg.
  • Hefur á valdi sínu fjölbreyttar kennsluaðferðir sem taka mið af mismunandi þörfum, áhuga og getu nemenda.
  • Reynsla af teymiskennslu æskileg.
  • Þekking og/eða vilji til að starfa eftir hugmyndafræði Jákvæðs aga
  • Góðir skipulagshæfileikar.
  • Frumkvæði og samstarfsvilji.
  • Sveigjanleiki og víðsýni í starfi og samskiptum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Að vera reiðubúinn til að leita nýrra leiða í skólastarfi.
  • Áhugi á þróunarstarfi.
  • Gerð er krafa um vammleysi s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu. 
Advertisement published5. January 2026
Application deadline18. January 2026
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Hólmatún 2, 600 Akureyri
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProfessionalismPathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.CreativityPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.TeachingPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.FlexibilityPathCreated with Sketch.Team work
Professions
Job Tags