

Náttúrufræðingar óskast
Við leitum að öflugum náttúrufræðingum til að sinna rannsóknum á fuglum, gróðri sem og öðrum náttúrufarsrannsóknum. Störfin eru fjölbreytt og felast m.a. í mótun vöktunar og rannsókna bæði smærri og stærri verkefna, rannsóknum á vettvangi, greiningu gagna og skýrslugerð. Auk rannsókna á sérsviði mun viðkomandi taka þátt í öðrum verkefnum, bæði vettvangsvinnu og úrvinnslu.
Um er að ræða 100% starf eða eftir samkomulagi. Laun eru samkvæmt stofnanasamningi Náttúrustofu Austurlands við FÍN. Ráðið er tímabundið í eitt ár til reynslu en gert er ráð fyrir að um framtíðastarf sé að ræða. Búseta á Austurlandi er skilyrði. Gert er ráð fyrir að ráða í fleiri en eitt starf. Umsóknir geta gilt í tólf mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Að hanna og stýra bæði stærri og smærri rannsóknum á fuglum eða gróðri, vistfræði og mögulega öðrum tilfallandi rannsóknum á náttúrufari. Starfið innifelur vinnu á vettvangi, úrvinnslu og skýrsluskrif.
Meistaragráða í náttúrufræðum, t.d á sviði fugla, gróðurs eða vistfræði
Færni í greiningu og framsetningu gagna, t.d. í landupplýsingakerfum, R eða sambærilegum forritum
Færni í skýrsluskrifum
Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
Færni í mannlegum samskiptum
Geta til þátttöku í lengri vettvangsferðum fjarri heimili
Vilji til að ganga í ólík störf
Ökupróf
Starfsreynsla á fagsviði er æskileg
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst












