Náttúrustofa Austurlands
Náttúrustofa Austurlands
Náttúrustofa Austurlands

Náttúrufræðingar óskast

Við leitum að öflugum náttúrufræðingum til að sinna rannsóknum á fuglum, gróðri sem og öðrum náttúrufarsrannsóknum. Störfin eru fjölbreytt og felast m.a. í mótun vöktunar og rannsókna bæði smærri og stærri verkefna, rannsóknum á vettvangi, greiningu gagna og skýrslugerð. Auk rannsókna á sérsviði mun viðkomandi taka þátt í öðrum verkefnum, bæði vettvangsvinnu og úrvinnslu.

Um er að ræða 100% starf eða eftir samkomulagi. Laun eru samkvæmt stofnanasamningi Náttúrustofu Austurlands við FÍN. Ráðið er tímabundið í eitt ár til reynslu en gert er ráð fyrir að um framtíðastarf sé að ræða. Búseta á Austurlandi er skilyrði. Gert er ráð fyrir að ráða í fleiri en eitt starf. Umsóknir geta gilt í tólf mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Helstu verkefni og ábyrgð

Að hanna og stýra bæði stærri og smærri rannsóknum á fuglum eða gróðri, vistfræði og mögulega öðrum tilfallandi rannsóknum á náttúrufari. Starfið innifelur vinnu á vettvangi,  úrvinnslu og skýrsluskrif. 

Menntunar- og hæfniskröfur

Meistaragráða í náttúrufræðum, t.d á sviði fugla, gróðurs eða vistfræði

Færni í greiningu og framsetningu gagna, t.d. í landupplýsingakerfum, R eða sambærilegum forritum

Færni í skýrsluskrifum

Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður

Færni í mannlegum samskiptum

Geta til þátttöku í lengri vettvangsferðum fjarri heimili

Vilji til að ganga í ólík störf

Ökupróf

 Starfsreynsla á fagsviði er æskileg

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst

Advertisement published17. February 2025
Application deadline10. March 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Neskaupstaður
Egilsstaðir
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags