

Markaðsstjóri
Icelandia leitar að markaðsstjóra í tímabundið starf. Staðan felur í sér að leiða markaðsdeild fyrirtækisins og stýra markaðssetningu sex ólíkra vörumerkja á alþjóðlegum markaði hjá einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Meðal vörumerkja fyrirtækisins eru Flybus, Reykjavik Excursions (Kynnisferðir), DIVE.IS, Gray Line Iceland, Activity Iceland og Íslenskir fjallaleiðsögumenn.
Starfið er yfirgripsmikið, fjölbreytt og krefjandi á síbreytilegum, alþjóðlegum markaði og ætti að veita réttum einstaklingi mikla reynslu af innlendu og erlendu markaðsstarfi.
-
Umsjón með daglegum störfum markaðsdeildar og ábyrgð á forgangsröðun, skipulagi og framgangi verkefna.
-
Uppbygging og markaðssetning vörumerkja Icelandia, þar á meðal stefnu, tón og ásýnd.
-
Stjórnun og eftirfylgni á sölu- og markaðsstarfi á vefum Icelandia.
-
Yfirumsjón með efnisgerð og uppfærslu á efni og vörum á stafrænum miðlum (vefir og samfélagsmiðlar).
-
Nýting og greining gagna til að meta árangur og leggja fram tillögur að úrbótum
-
Umsjón með framleiðslu markaðsefnis
-
Samskipti við auglýsingastofur.
-
Stýring á stafrænu markaðsstarfi.
-
Leitarvélabestun (SEO) og leitarvélamörkun (SEM).
-
Display herferðir og remarketing.
-
Markpóstar.
-
Hönnun og prófun lendingarsíðna.
-
Gerð og framfylgd markaðsáætlunar í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra sölu- og markaðsmála.
-
Þátttaka í vöruþróun.
-
Innri markaðssetning í samráði við mannauðs- og gæðasvið
-
Umsjón með samræmi, gæðum og fagmennsku í allri miðlun Icelandia út á við.
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. markaðsfræði, viðskiptafræði og tengdar greinar.
-
Reynsla af sambærilegum störfum er nauðsynleg.
-
Yfirgripsmikil þekking á SEO, SMO, SOME og tengdum greiningartólum.
-
Reynsla af teymisstjórnun og verkefnastýringu er mjög æskileg.
-
Nákvæm, sjálfstæð og skilvirk vinnubrögð.
-
Framúrskarandi hæfni í íslensku og ensku, bæði í töluðu og rituðu máli.
-
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og góð leiðtogahæfni.
-
Fjölbreytt og krefjandi verkefni í öflugu markaðsteymi.
-
Sveigjanleiki í vinnuumhverfi og framúrskarandi starfsandi.
-
Líkamsræktarstyrkur, sálfræðistyrkur og möguleikar á símenntun.
Icelandic
English



