Dýrheimar
Dýrheimar

Markaðsfulltrúi

Dýrheimar óska eftir jákvæðum og kraftmiklum aðila með brennandi áhuga á samfélagsmiðlum og markaðsmálum til starfa. Um er að ræða afar líflegt og skemmtilegt starf sem felur í sér fjölbreytt verkefni. Viðkomandi þarf að hafa skapandi hugsun, reynslu af stafrænum lausnum á sviði markaðsmála og eiga auðvelt með að koma hugmyndum í framkvæmd. Um er að ræða 50% starf með möguleika á auknu starfshlutfalli. Æskilegt ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni:

  • Skapa lifandi og fjölbreytt efni fyrir samfélagsmiðla
  • Ábyrgð á birtingu og framsetningu efnis samkvæmt birtingaplani
  • Taka þátt í að móta og keyra markaðsherferðir
  • Markaðssetning viðburða
  • Samstarf við talsmenn og áhrifavalda
  • Koma vörumerkjasýn Royal Canin á framfæri á viðburðum og kynningum
  • Auka sýnileika á samfélagi ábyrgra gæludýraeigenda

Reynsla og hæfni:

  • Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Góð reynsla af sambærilegu starfi er skilyrði
  • Þekking á Meta Business Suite/Manager, Google Ads manager og TikTok
  • Hæfni í að greina gögn og miðla þeim áfram
  • Sköpunarkraftur, frumleiki og næmt auga í efnissköpun
  • Vilji til að byggja upp heilbrigt samfélag hunda- og kattaeigenda
  • Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni og geta til að vinna vel í hópi
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti

Um Dýrheima:

Dýrheimar er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1995 til að sjá um dreifingu á vörumerkinu Royal Canin. Dýrheimar hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá stofnun og er nú orðið að samfélagi ábyrgra hunda- og kattaeigenda í húsnæði Dýrheima að Víkurhvarfi í Kópavogi. Í samfélagi Dýrheima má m.a. finna fræðslusetur, heilsutékk, verslun og kaffihús þar sem gæludýraunnendur geta sest niður og slakað á, með dýrin með sér eða innan um þau.

Umsóknarfrestur er til og með 2. janúar 2026 en unnið er úr umsóknum um leið og þær berast. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir aðilar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veitir Þuríður Pétursdóttir ([email protected]) í síma 511-1225.

Advertisement published10. December 2025
Application deadline2. January 2026
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Víkurhvarf 5, 203 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags