Útilíf
Útilíf
Útilíf

Markaðsfulltrúi

Útilíf leitar að skapandi og drífandi markaðsfulltrúa sem hefur brennandi áhuga á útivist, hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl.
Við viljum fá til liðs við okkur einstakling sem sýnir frumkvæði, hugsar í lausnum og getur breytt ferskum hugmyndum í áhrifaríkar og eftirtektarverðar markaðsaðgerðir.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með samfélagsmiðlum og öðrum stafrænum miðlum.
  • Skipulagning og framkvæmd markaðsherferða, kynninga og viðburða.
  • Gerð og miðlun markaðsefnis fyrir vef, póstlista og verslanir.
  • Samstarf við birgja og vörumerki um markaðsefni og kynningar.
  • Virk þátttaka í þróun og markaðssetningu á Jarðsambandinu, vildarkerfi Útilífs.
  • Þátttaka í uppbyggingu á samfélagi í kringum Útilíf, bæði á samfélagsmiðlum og í tengslum við viðburði og íþróttafólk. 

 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og/eða reynsla á sviði markaðsmála.
  • Sterk hæfni í textasköpun og efnismiðlun.
  • Góð innsýn og/eða reynsla af samfélagsmiðlum, sérstaklega Instagram og TikTok.
  • Skilningur á áhrifavaldamarkaðssetningu og nýjustu straumum í stafrænum miðlum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og lausnamiðuð nálgun.
  • Góð samskipta- og skipulagshæfni.
  • Áhugi á heilbrigðum lífsstíl.
  • Þekking á Figma er kostur.
Fríðindi í starfi

Við hjá Útilífi leggjum áherslu á heilbrigt jafnvægi milli vinnu og einkalífs, hvetjandi vinnuumhverfi og tengingu við lífsstílinn sem við störfum í kringum. Sem starfsmaður hjá Útilíf getur þú meðal annars notið eftirfarandi fríðinda:

  • Starfsmannaafsláttur í verslunum Útilífs og The North Face Hafnartorgi.
  • Aðgangur að skemmtilegum viðburðum, t.d. hlaupum og útivistartengdum áskorunum.
  • Sveigjanlegt og hvetjandi vinnuumhverfi þar sem þú hefur áhrif á verkefnin sem þú vinnur að.
  • Þjálfun og starfsþróun, með tækifærum til að vaxa og taka þátt í spennandi verkefnum innan fyrirtækisins.
Advertisement published23. May 2025
Application deadline1. June 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Skeifan 11, 108 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags