
Teya Iceland
Teya er fjártæknifyrirtæki, stofnað í Bretlandi árið 2019, með það meginmarkmið að skapa greiðslu- og hugbúnaðarlausnir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Markmið Teya er að hjálpa fyrirtækjum að sjálfvirknivæða og einfalda reksturinn.
Hingað til hafa lítil og meðalstór fyrirtæki ekki verið í forgangi þegar kemur að þróun og innleiðingu lausna á sviði fjármála- og tækniþjónustu. Flókin verð, falin gjöld, bindandi samningar og fjöldi mismunandi þjónustuaðila gerir daglegan rekstur fyrirtækja flókinn. Við erum hér til að breyta því!
Við erum árangursdrifin og leggjum áherslu á viðhorf frekar en reynslu. Okkar helsta áhersla er að skapa lausnir sem hjálpa fyrirtækjum að vaxa og dafna.
Teya hefur lagt áherslu á að fjárfesta í íslensku hugviti, eins og SalesCloud, Dineout og Noona.

Mannauðssérfræðingur / People Partner
Teya leitar að öflugum mannauðssérfræðingi í fullt starf.
Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á fólki og fyrirtækjamenningu, og vill leggja sitt af mörkum til að skapa vinnustað þar sem vellíðan, þróun og árangur starfsfólks eru í forgangi.
Sem mannauðssérfræðingur hjá Teya verður þú ráðgefandi fyrir leiðtoga og teymi Teya á Íslandi.
Þú munt hafa áhrif á stefnumótun og þróun mannauðsmála, stuðla að jákvæðri fyrirtækjamenningu og tryggja að starfsfólk hafi það umhverfi og þann stuðning sem það þarf til að vaxa og dafna.
Næsti yfirmaður er mannauðsstjóri Teya.
Starfið
- Kemur að stefnumótun, framkvæmd og þróun mannauðsmála Teya á Íslandi.
- Kemur að mótun starfsumhverfis þar sem vellíðan starfsfólks er í fyrirrúmi.
- Kemur að þróun og viðhaldi ferla og mælinga sem styðja við mannauðs- og launamál.
- Veitir stjórnendum og starfsfólki faglegan stuðning, ráðgjöf og þjálfun.
- Kemur að kortlagningu lykilhlutverka og styður við vöxt og þróun starfsfólks.
- Kemur að verkefna- og viðburðastjórnun.
- Vinnur með alþjóðlegu mannauðsteymi Teya til að samræma og einfalda ferla eins og kostur er.
Við viljum heyra í þér ef þú
- Ert með 2-4 ára reynslu af mannauðsmálum.
- Ert með frábæra samskiptahæfni og leiðtogahæfileika
- Vilt til að skapa jákvætt starfsumhverfi.
- Skipulagshæfni og hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi.
- Átt auðvelt með að vinna í hröðu umhverfi
- Talar íslensku og ensku
Kostur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. í mannauðsstjórnun, sálfræði eða tengdum greinum.
- Reynslu af því að vinna í jafnlaunavottun fyrirtækis.
- Reynslu af vinnu með stéttarfélagi, sér í lagi SSF.
- Þekking á mannauðslausnum, s.s. Hibob mannauðskerfisins og Ashby ráðningarkerfisins.
Kjör og fríðindi
- Gjaldfrjálst aðgengi að léttu fæði á vinnutíma
- Niðurgreiddur hádegismatur í mötuneyti
- Heilsustyrkur og aðrir styrkir í gegnum SSF stéttarfélag
- Tækifæri til að þróast í starfi hjá alþjóðlegu fyrirtæki
- Frábær starfsandi og virkt starfsmannafélag
Advertisement published10. October 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required

Required
Location
Katrínartún 4, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags