
Embætti borgarlögmanns
Borgarlögmaður er í fyrirsvari fyrir Reykjavíkurborg og stofnanir hennar um lögfræðileg málefni. Hann hefur með höndum málflutning og aðra réttargæslu ásamt samningsgerð fyrir hönd Reykjavíkurborgar.

Lögmaður hjá borgarlögmanni - tímabundið til eins árs
Við leitum að metnaðarfullum og lausnamiðuðum lögmanni sem hefur góða almenna þekkingu á flestum réttarsviðum lögfræðinnar.
Í boði er spennandi starfsumhverfi þar sem reynir á góða alhliða þekkingu á flestum réttarsviðum lögfræðinnar. Hjá embætti borgarlögmanns er lögð rík áhersla á símenntun, miðlun þekkingar og samvinnu milli starfsfólks. Embættið er með aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur en þar starfa níu lögmenn auk verkefnastjóra.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og er staðan tímabundin til eins árs.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Lögfræðilegar álitsgerðir og ráðgjöf til borgarstjórnar, borgarráðs, innkaupa- og framkvæmdaráðs, borgarstjóra, stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar
- Undirbúningur dómsmála og málflutningur
- Meðferð stjórnsýslumála
- Meðferð innkaupamála
- Samningagerð
- Fyrirsvar vegna skaðabótakrafna sem beint er gegn Reykjavíkurborg
- Uppgjör slysabóta á grundvelli kjarasamninga
Menntunar- og hæfniskröfur
- Embættispróf eða meistarapróf í lögfræði
- Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi
- Þekking á stjórnsýslurétti
- Reynsla af málflutningi æskileg
- Góð færni til framsetningar máls í ræðu og riti
- Skipuleg og fagleg vinnubrögð
- Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Lipurð og færni í samskiptum
Fríðindi í starfi
- 36 stunda vinnuvika
- Heilsuræktarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Sundkort hjá Reykjavíkurborg
- Menningarkort hjá Reykjavíkurborg
- Mötuneyti
Advertisement published14. August 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required
Location
Tjarnargata 11, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Heilbrigðisfulltrúi - Vesturland
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

Starfsmaður í Skátaheimili Hraunbúa
Skátafélagið Hraunbúar

Sölu- og þjónustufulltrúi á skrifstofu
Casalísa

Þjónustufulltrúi
Póstdreifing ehf.

Þjónustufulltrúi
Bílaleigan Berg - Sixt

Leikskólinn Holt - Leikskólastjóri
Reykjanesbær

Heilbrigðisgagnafræðingur óskast á Ísafirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Sölu- og þjónustufulltrúar í verslun Símans í Ármúla
Síminn

Hefur þú þekkingu og reynslu af löggjöf á fjármálamarkaði?
Seðlabanki Íslands

Móttökuritari SÁÁ
SÁÁ

Tjónaráðgjafi í tjónaþjónustu
VÍS

Þjónustusvið - Farmskrárfulltrúi
Torcargo