Arion banki
Arion banki
Arion banki

Lögfræðingur í regluvörslu

Regluvarsla Arion samstæðunnar leitar að öflugum lögfræðingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum sem tengjast lagaumgjörð fjármálamarkaðarins. Hlutverk regluvörslu er að fylgja því eftir að starfsemin sé í samræmi við viðeigandi lög, veita ráðgjöf varðandi mótun á innra verklagi og sinna fræðslu gagnvart starfsfólki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Eftirlit og ráðgjöf vegna lagaskilyrða sem gilda um starfsemi samstæðunnar.
  • Þátttaka og ráðgjöf vegna innleiðingu nýrrar löggjafar.
  • Ritun álitsgerða og minnisblaða og mótun innra verklags.
  • Ráðgjöf og fræðsla til starfsfólks.
  • Samskipti við stjórnvöld og aðra hagaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistaranám á sviði lögfræði eða sambærileg menntun.
  • Starfsreynsla á fjármálamarkaði eða sambærilegum störfum.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, lausnamiðað og jákvætt viðmót.
  • Sjálfstæð vinnubrögð, greiningarfærni og frumkvæði í starfi.
  • Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti.
Advertisement published7. November 2025
Application deadline23. November 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags