
Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands, æðsti dómstóll þjóðarinnar,
var stofnaður með lögum nr. 22/1919 og tók formlega til starfa 16. febrúar 1920
Aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt
Við Hæstarétt er laust til umsóknar starf löglærðs aðstoðarmanns dómara.
Leitað er að kraftmiklum og hæfileikaríkum lögfræðingi sem hefur öðlast nokkra starfsreynslu og brennur fyrir því að takast á við krefjandi lögfræðileg úrlausnarefni. Starfið krefst færni í að greina lögfræðileg álitaefni, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og í nánu samstarfi við aðra. Framundan er áframhaldandi áhersla á stafræna vinnslu og tæknilega framþróun og gegna aðstoðarmenn mikilvægu hlutverki í þeirri þróun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoð við meðferð dómsmála fyrir réttinum.
- Aðstoð við meðferð beiðna um leyfi til að skjóta málum til réttarins.
- Birting dóma og reifana og tilkynningar til aðila.
- Samskipti við lögmenn.
- Móttaka gesta og kynning á starfsemi réttarins.
- Þátttaka í hugmyndavinnu og tæknilegri framþróun verklags hjá réttinum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Grunn- og meistaranám í lögfræði.
- Að lágmarki tveggja ára starfsreynsla á sviði lögfræði.
- Haldgóð þekking í réttarfari.
- Mjög góð færni í íslensku, bæði töluðu og rituðu máli.
- Gott vald á ensku og haldgóð þekking á einu Norðurlandamáli.
- Sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum, jákvætt viðhorf og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Færni og áhugi á að tileinka sér stafrænar lausnir og nýja tækni.
Advertisement published5. November 2025
Application deadline17. November 2025
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Lindargata 2, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags




