Fjármála og efnahagsráðuneytið
Fjármála og efnahagsráðuneytið
Fjármála og efnahagsráðuneytið

Lögfræðingur á skrifstofu skattamála

Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar að metnaðarfullum og drífandi lögfræðingi til að starfa með öflugum hópi starfsmanna að málum á sviði mótunar stefnu í skattamálum og tekjuöflunar ríkissjóðs.

Skrifstofan annast gerð lagafrumvarpa og reglugerða á sviði skattamála með hliðsjón af stefnumótun ríkisfjármála og efnahagsmálum og metur áhrif þeirra. Skrifstofan hefur jafnframt umsjón með gerð tekjuáætlunar fjárlaga og sinnir eftirliti með innheimtu og þróun einstakra skatt- og tekjustofna. Auk þess ber skrifstofan ábyrgð á undirbúningi tvísköttunar- og upplýsinga­skipta­samninga við önnur ríki.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka í mótun á skattaumhverfi óbeinna skatta.
  • Ritun lagafrumvarpa og reglugerða á sviði virðisaukaskatts og tolla auk annarra verkefna.
  • Umsjón og afgreiðsla stjórnsýsluerinda á starfssviðinu.
  • Samskipti við aðila innan stjórnsýslunnar og aðra hagsmunaaðila.
  • Ýmis nefndarstörf og þátttaka í starfshópum á verkefnasviði skrifstofunnar.
  • Alþjóðlegt samstarf á sviði skattamála.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Embættis- eða meistarapróf í lögum er skilyrði.
  • Þekking á innlendum skattarétti er kostur.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Mjög góð samskiptahæfni ásamt vilja og getu til að starfa í teymi.
  • Mjög góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
  • Þekking eða reynsla af stefnumótun og verkefnisstjórnun er kostur.
Advertisement published27. October 2025
Application deadline14. November 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Reykjavík, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags