
Vinnuskóli Reykjavíkur
Vinnuskóli Reykjavíkur starfar sumar og vetur og er starfræktur á Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar. Vinnuskólinn er skóli á grænni grein með Grænfána og vinnur eftir Umhverfisstefnu Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar.
Það er stefna skólans að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum í starfi og fræðslu á vettvangi. Sem Grænfánaskóli hefur skólinn Umhverfissáttmála sem starfað er eftir og umhverfisráð skólans tók þátt í að móta. Starfsemi Vinnuskólans á að stuðla að vistvænni hugsun og hegðun starfsfólks og nemenda og miðla fræðslu um umhverfismál, verkkunnáttu og þekkingu á garðyrkjustörfum á greinilegan hátt.
Vinnuskólinn tekur þátt í að bæta starfsumhverfi Umhverfis- og samgöngusviðs þannig að það verði heilnæmara og öruggara.
Starfsfólk Vinnuskólans kynnir Grænfánaáherslur og umhverfissáttmála sumarstarfsmönnum, nemendum og foreldrum.
Verkefnalistar vinnuskólahópa skulu vera í stöðugri endurskoðun með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
Starfsmenn Vinnuskólans skulu vera vakandi yfir líðan nemenda og veita þeim öruggt skjól í sumar- og vetrarstarfi skólans.

Leiðbeinandi í vinnuskóla Reykjavíkur
Vilt þú sumarvinnu sem felst í að vinna með unglingum að bættri borg?
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir leiðbeinendum til starfa í Vinnuskóla Reykjavíkur. Leiðbeinendur stjórna starfi vinnuskólahópa á afmörkuðum svæðum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að stjórna starfi vinnuskólahóps og að vera fyrirmynd
- Leggja grunninn að jákvæðu vinnusiðferði nemenda og móta góða vinnumenningu
- Leiðbeina nemendum um vinnubrögð og verklag
- Vinna með uppbyggileg samskipti og skapa liðsheild í nemendahópnum
- Skil á tímaskráningum og umsögnum nemenda
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áhugi á að starfa með ungu fólki og vilji til að takast á við fjölbreytt verkefni
- Samskiptafærni og hæfni til að vera nemendum góð fyrirmynd
- Þekking á starfi Vinnuskólans eða önnur reynsla af starfi með börnum eða unglingum er kostur
- Reynsla af garðyrkju- og umhirðutengdum störfum er kostur
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
- Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 árs aldri
- Góð íslensku -og enskukunnátta, B2 skv. samevrópskum tungumálaramma
Advertisement published6. May 2025
Application deadline11. May 2025
Language skills

Required

Required
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
TeachingHuman relations
Work environment
Suitable for
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Stuðningsfulltrúi við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Skólaliði við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Sérkennari óskast
Helgafellsskóli

Leikskólakennari í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli

Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast til starfa
Leikskólinn Blásalir

Tónlistarkennarar óskast
Fjarðabyggð

Viltu kenna bíliðngreinar við Borgarholtsskóla?
Borgarholtsskóli

Leikskólakennarar/leiðbeinendur óskast á Hlaðhamra
Leikskólinn Hlaðhamrar

Kennari ungbarnaleikskóla
Seltjarnarnesbær

Deildarstjóri ungbarnaleikskóla
Seltjarnarnesbær

Deildarstjóri, Leikskólinn Kæribær, Fáskrúðsfirði
Fjarðabyggð

Leikskólakennari við Leikskólann Kærabæ, Fáskrúðsfirði
Fjarðabyggð