
Komdu norður!
Heilsugæslan á Akureyri, Sunnuhlíð (HSN) leitar að sérfræðingi í heimilislækningum
Laus er til umsóknar staða sérfræðings í heimilislækningum hjá HSN, Heilsugæslunni Sunnuhlíð á Akureyri. Um er að ræða ótímabundið starf fyrir lækni sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Starfshlutfall er 100% eða er skv. samkomulagi en einnig kemur til boða tímavinnusamningur. Starfið er ábyrgðarmikið og krefjandi en gefur einstakt tækifæri til að koma að þróun á nýjum vinnustað. Næsti yfirmaður er yfirlæknir heilsugæslunnar á Akureyri. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi.
Heilsugæslan á Akureyri er í glæsilegu húsnæði í Sunnuhlíð sem er sérhannað fyrir starfsemina. Áhersla er á teymisvinnu þar sem unnið er í þverfaglegum teymum með það að markmiði að bæta þjónustu við skjólstæðinga og bjóða upp á gott og styðjandi vinnuumhverfi.
Hjá stofnuninni starfar fjölbreyttur hópur fólks þar sem áhersla er lögð á samvinnu og samheldni. Rík áhersla er lög á vellíðan á vinnustað, samþættingu vinnu og einkalífs, símenntun, öryggi, gæði og fagmennsku.
HSN leggur jafnframt áherslu á heilsueflingu starfsfólks en Heilsugæslustöðin á Akureyri er heilsueflandi vinnustaður og var HSN fyrsta heilbrigðisstofnunin til að hefja innleiðingu á heilsueflandi vinnustað á landsvísu.
Kynntu þér hvers vegna þú ættir að koma norður og bætast í okkar öfluga hóp með því að smella á Komdu norður! | Heilbrigðisstofnun Norðurlands
- Almennar lækningar og heilsuvernd
- Vaktþjónusta skv. samkomulagi
- Fræðsla og kennsla starfsfólks og nema
- Gæða- og þróunarstarf
- Handleiðsla sérnámslækna og annarra unglækna
- Þátttaka í uppbyggingu heimilislækninga
- Íslenskt sérfræðileyfi í heimilislækningum
- Framúrskarandi samskiptahæfni, lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Áhugi á teymisvinnu
- Fagmennska og jákvæðni
- Frumkvæði og lausnamiðuð nálgun í starfi
- Skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð
- Faglegur metnaður, áreiðanleiki, jákvæðni og sveigjanleiki
- Áhugi á samstarfi við aðrar starfsstéttir
- Góð almenn íslensku- og tölvukunnátta
- Hreint sakavottorð, gott orðspor og ökuleyfi
Icelandic
English






