Þjóðskjalasafn Íslands
Þjóðskjalasafn Íslands

Kerfisstjóri

Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf kerfisstjóra. Leitað er að drífandi einstaklingi í spennandi og fjölbreytt starf. Um fullt starf er að ræða og er kerfisstjóri hluti af öflugu teymi á skrifstofu rekstrar.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Rekstur og viðhald upplýsingatæknikerfa
  • Rekstur hugbúnaðarkerfa í samvinnu við hýsingaraðila
  • Uppsetning og viðhald á tækjabúnaði
  • Þjónusta, tæknilegur stuðningur og fræðsla fyrir starfsfólk
  • Verkefnastýring verkefna á sviði upplýsingatækni
  • Samskipti við birgja og aðra samstarfsaðila
  • Úrbætur á sviði upplýsingaöryggis

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Haldbær reynsla af sambærilegu starfi, a.m.k. síðustu þrjú ár, skilyrði
  • Menntun sem nýtist í starfi, s.s. tölvunarfræði, tæknifræði, kerfisstjórnun eða önnur sambærileg menntun
  • Þekking á stýrikerfum netþjóna og útstöðva skilyrði
  • Þekking á gagnagrunnum kostur
  • Grunnþekking á rekstri netkerfa og þráðlauss aðgangsbúnaðar
  • Reynsla af öryggisvöktun (SIEM) og samstarfi við öryggisvöktunarsetur (SOC) æskileg
  • Skipulagshæfni, frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og umbótasinnuð hugsun
  • Mjög góð færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
  • Krafa um mjög góða íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

Um Þjóðskjalasafn Íslands
Þjóðskjalasafn Íslands er menningar- og stjórnsýslustofnun sem varðveitir heimildir um sögu þjóðarinnar og leiðir skjalavörslu og skjalastjórn hins opinbera. Um 50 manns starfa hjá Þjóðskjalasafni. Um þessar mundir standa yfir miklar breytingar í starfseminni og því um spennandi tækifæri að ræða fyrir kraftmikinn aðila. Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vefnum skjalasafn.is.

Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2026. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf (hvort tveggja á íslensku), þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við viðkomandi stéttarfélag. Athygli er vakin á því að umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Þjóðskjalasafns Íslands við ráðningu í starfið.

Nánari upplýsingar veita Þuríður Pétursdóttir ([email protected])

Advertisement published29. December 2025
Application deadline15. January 2026
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Laugavegur 162, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags