
Sensa ehf.
Sensa er alþjóðlegt þjónustufyrirtæki með starfsstöðvar í tólf löndum sem sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum í upplýsingatækni. Hjá Sensa starfar reynslumikill hópur sérfræðinga með hátt þekkingarstig.
Við bjóðum upp á sveigjanlegt vinnuumhverfi þar sem reynt er að koma til móts við þarfir hvers og eins eftir bestu getu.
Markmið Sensa er að vera ávallt í fararbroddi þar sem sterk liðsheild, hátt þekkingarstig og verðmæt viðskiptasambönd spila stórt hlutverk. Áhersla er lögð á að starfsfólk styrki sig í þekkingu og menntun með ýmsu móti og geti vaxið á eigin forsendum.
Eigandi Sensa er norska fyrirtækið Crayon sem starfar í 46 löndum. Crayon býður ýmsar lausnir í upplýsingatækni og er Sensa virkur þátttakandi í þróun þeirra lausna og í þjónustu við fyrirtæki á alþjóðavettvangi.

Atlassian sérfræðingur
Við erum að leita að einstaklingi sem veit meira en flestir um hvernig hugbúnaður frá Atlassian virkar. Æskilegt er að viðkomandi hafi sérþekkingu á Jira og Confluence vörum Atlassian svítunnar.
Verkefnin eru fjölbreytt og skemmtileg og mun viðkomandi bætast í frábæran hóp Atlassian sérfræðinga innan Sensa. Meðal verkefna er hönnun og uppsetning á nýjum kerfum, sem og almennur rekstur á þeim.
Hefur þú unnið við rekstur og/eða þjónustað Jira / Confluence og langar að breyta til? Komdu með okkur inn í nýtt ár og nýja framtíð, sendu okkur endilega línu og við upplýsum þig nánar um hvað starfið snýst.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla og þekking á Atlassian hugbúnaði skilyrði (Jira / Confluence)
- Góð ensku kunnátta er skilyrði
- Prófgráða frá Atlassian er kostur
- BI þekking er kostur
- Jákvæðni og lipurð í samskiptum
- Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur fyrir þá sem kjósa annan ferðamáta en einkabílinn
- Heilsueflingarstyrkur
- Hjólageymsla, líkamsræktar- og sturtuaðstaða
- Fyrsta flokks mötuneyti
- Sveigjanlegur vinnutími og möguleikar á fjarvinnu
Advertisement published22. December 2025
Application deadline11. January 2026
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

DevOps Engineer
Embla Medical | Össur

Business Central Technical Architect
Embla Medical | Össur

Öflugur forritari
Edico

Tech Lead – Maintenance domain
Icelandair

Software Development Engineer
Nox Medical

Gervigreindar- og gagnafræðingur (junior staða)
APRÓ

Gervigreindar- og gagnafræðingur
APRÓ

Verkefnastjóri í Lánastýringu
Íslandsbanki

Delivery Lead (Scrum Master)
Embla Medical | Össur

Technical Consultant
LS Retail

Data Quality Engineer
Arion banki

Vöru- og verkefnastjóri Boost.ai
Advania