Suðurnesjabær
Suðurnesjabær

Íþróttakennari - Gerðaskóli

Gerðaskóli auglýsir eftir metnaðarfullum og kraftmiklum íþróttakennara í fullt starf, gott væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.

Í Gerðaskóla eru um 250 nemendur. Við skólann starfa áhugasamir og metnaðarfullir starfsmenn. Lögð er áhersla á að skapa námsumhverfi þar sem allir eru virkir, öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.

Gildi skólans eru; virðing – ábyrgð - árangur – ánægja

Skólinn er heilsueflandi grunnskóli sem vinnur eftir stefnunni Jákvæður agi með það að markmiði að allir fái tækifæri til að vera besta útgáfan af sjálfum sér í leik og starfi. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans, www.gerdaskoli.is

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf kennara (fylgi með umsókn)
  • Reynsla af kennslu í grunnskóla kostur
  • Metnaður og einlægur áhugi á að vinna með börnum og unglingum á faglegan, fjölbreyttan og skapandi hátt
  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Áhugi og metnaður fyrir góðum foreldrasamskiptum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Skapandi hugsun og áhugi á að starfa í metnaðarfullu umhverfi.
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara

Umsóknarfrestur er til og með 13. janúar 2026.

Greinargóð ferilskrá og leyfisbréf fylgi umsókn.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Ragnar Ástþórsson, skólastjóri Gerðaskóla, [email protected] eða í síma 425-3050.

Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Advertisement published2. January 2026
Application deadline13. January 2026
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Garðbraut 90, 250 Garður
Type of work
Professions
Job Tags