Dalama Camp ehf.
Dalama Camp ehf.
Dalama Camp ehf.

Starfsmaður í Dalama Camp skólabúðum í Vindáshlíð

Um starfið

Við leitum að jákvæðu, ábyrgðarfullu og metnaðarfullu fólki til starfa í skólabúðum Vindáshlíðar. Starfsfólk okkar gegnir lykilhlutverki í að skapa öruggt, uppbyggilegt og skemmtilegt umhverfi þar sem nemendur fá tækifæri til að þroskast, læra og blómstra.

Starfið felur í sér daglega umsjón með nemendum, þátttöku í dagskrá, hópefli, útivist og stuðning við félagsfærni og lífsleikni nemenda.

Við bjóðum

Starf í faglegu og samheldnu teymi

Skemmtilegt og fjölbreytt vinnuumhverfi

Tækifæri til persónulegs og faglegs þroska

Þátttöku í starfi sem hefur raunveruleg og jákvæð áhrif á nemendur

Öruggt, virðingarfullt og stuðningsríkt starfsumhverfi

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni

Umsjón og stuðningur við nemendur í daglegu starfi

Þátttaka í skipulagningu og framkvæmd fjölbreyttrar dagskrár

Hópeflis- og samvinnuverkefni

Að stuðla að jákvæðum samskiptum, umburðarlyndi og virðingu

Tryggja öryggi, vellíðan og þátttöku allra nemenda

Samvinna við annað starfsfólk og kennara

Vera góð fyrirmynd í hegðun, samskiptum og ábyrgð

Menntunar- og hæfniskröfur

Hæfniskröfur

Áhugi á að vinna með börnum og ungmennum

Góð samskiptafærni og jákvætt viðhorf

Ábyrgð, sjálfstæði og skipulagshæfni

Geta til að vinna í teymi

Reynsla af útivist, skólabúðum, frístundastarfi eða kennslu er kostur

Menntun á sviði kennslu, uppeldis-, félags- eða útivistargreina er kostur

Advertisement published30. December 2025
Application deadline15. January 2026
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Vindáshlíð 126485, 276 Mosfellsbær
Type of work
Professions
Job Tags