
Íþróttafræðingur
Endurhæfing – þekkingarsetur óskar eftir íþróttafræðingi sem einnig vinnur við sérhæfða aðstoð í sjúkraþjálfun. Vinnutími er frá 8:00 til 15:45 og til 15:00 á föstudögum. Starfið er fjölbreytt og felst í aðstoð við móttöku og þjálfun einstaklinga með fjölþættar skerðingar m.a. í sundlaug, en einnig í margvíslegum öðrum daglegum störfum. Starfið er laust frá 1.janúar 2026 eða eftir samkomulagi. Við leitum eftir starfsmanni sem er sjálfstæður, jákvæður og með góða samskiptahæfileika til að taka þátt í skemmtilegri vinnu og til að gera góðan stað enn betri. Íslenskukunnátta er skilyrði. Reynsla af þjálfun eða starfi með fötluðu fólki er æskileg, en ekki skilyrði.
Umsækendur sendi ferilskrá á:
Heiða B. Knútsdóttir framkvæmdastjóri, netfang: [email protected]
Starfið er fjölbreytt og felst í aðstoð við móttöku og þjálfun einstaklinga með fjölþættar skerðingar m.a. í sundlaug, en einnig margvíslegum öðrum daglegum störfum.
Menntun í íþrótta- og þjálfunarfræðum.
Íslenskukunnátta er skilyrði.
Reynsla af þjálfun eða starfi með fötluðu fólki er æskileg, en ekki skilyrði.
Sjálfstæð vinnubrögðum, jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar.












