NPA miðstöðin - Ísafjörður
NPA miðstöðin - Ísafjörður
NPA miðstöðin - Ísafjörður

Aðstoðarkona óskast í fjölbreytt starf

Ég heiti Katrín Björk og leita að nýrri aðstoðarkonu í teymið mitt. Ég er ung kona sem hefur fengið heilaáföll og þarf ég aðstoð við athafnir daglegs lífs allan sólarhringinn. Starfið hentar einstaklega vel með námi, fæðingarorlofi og öðrum verkefnum.

Ég er staðsett á Ísafirði og fer reglulega í sjúkra- og iðjuþjálfun, göngutúra, út að hjóla, er virk á Instagram og Facebook og hef áhuga á að mála og lesa bækur.

Í boði eru vaktir á öllum tímum sólarhringsins (morgun, kvöld og nætur). Vinnutími er umsemjanlegur og möguleiki á miklum frítíma milli vakta.

Um er að ræða starf sem byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, þ.e. NPA (Notendastýrð persónuleg aðstoð). Unnið er eftir vaktaplani og laun eru greidd skv. kjarasamningi NPA miðstöðvarinnar og Eflingar.

Ekki er gerð krafa um menntun eða reynslu af sambærilegu starfi, en kostur ef aðstoðarkona er jákvæð, samviskusöm, góð í samskiptum, úrræðagóð og tilbúin að læra nýja hluti og gæti hafið störf sem fyrst.

Ef þú hefur áhuga á að vinna hjá mér þá máttu endilega hafa samband við systur mína og aðstoðarverkstjórnandann minn: Huldu Maríu í síma 868-6633 eða í tölvupósti [email protected]

Advertisement published25. September 2025
Application deadline12. October 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Ísafjarðarbær, 400 Ísafjarðarbær
Type of work
Suitable for
Professions
Job Tags