

Innanhúshönnuður í Útstillingadeild IKEA
Ert þú innanhúshönnuður með brennandi áhuga á að skapa lausnir sem gera líf fólks þægilegra og hefur gaman af að fylgja verkefninu eftir frá hugmynd til framkvæmdar
Útstillingadeild IKEA leitar að Innanhússhönnuði til að ganga til liðs við öflugan hóp fólks sem vinnur að því að skapa söluhvetjandi umhverfi í versluninni sem veitir viðskiptavinum okkar innblástur og ferskar hugmyndir.
Starfið felur í sér viðhald, hönnun og uppsetningu á rýmum í versluninni og á öðrum svæðum innan fyrirtækisins.
Í Útstillingadeild starfa um 20 manna teymi sérhæft á svið útstillinga, verslunarhönnunar, innanhúshönnunar, grafískrar hönnunar og iðnaðar við það að sinna daglegu viðhaldi verslunarinnar og skapa sölulausnir sem styðja við hugmyndafræði og stefnu fyrirtækisins.
Starfið felur í sér að undistrika sérstöðu IKEA með útstillingum sem endurspegla þarfir og drauma viðskiptavina okkar.
Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs.
- Menntun á sviði innahúshönnunar eða önnur menntun sem nýtist í starfið
- Skapandi hugsun
- Listrænir hæfileikar og auga fyrri fagurfræði
- Geta til að vinna í hröðu verslunarumhverfi
- Hæfni til að forgangsraða og vinna undir álagi
- Kunnátta á Revit eða önnur sambærileg forrit
- Skilningur á þörfum viðskiptavina
- Áhugi á hönnun, húsgögnum og húsbúnaði
- Góð samskiptafærni og jákvæðni
- Gott vald á ensku
- Skapandi og skemmtileg störf með miklum möguleika á að þróast og vaxa í starfi
- Skemmtilegir vinnufélagar
- Niðurgreiddur heilsusamlegur matur með vegan valkosti
- Ávexti og hafragrautur í boði
- Árleg heilsufarsmæling að kostnaðarlausu
- Afsláttur af IKEA vörum
- Samgöngustyrkur fyrir þá sem nýta sér vistvænan og heilsusamlegan samgöngumáta til og frá vinnu
- Ýmsir viðburði á vegum fyrirtækis ásamt virku starfsmannafélagi sem stendur fyrir reglulegum viðburðum
- Aðgengi að sumarbústaði til einkanota
