IKEA
IKEA
IKEA

Bakari

IKEA rekur glæsilegt bakarí á fyrstu hæð verslunar þar sem fram fer vöruþróun og framleiðsla á ýmiskonar brauði og bakkelsi. Við leitum eftir fleiri áhugasömum bökurum í teymið okkar.

Bakarar IKEA sjá um bakstur á fjölbreyttu úrvali af brauði og sætabrauði fyrir bakarí IKEA, veitinga- og kaffihús IKEA og aðra starfsemi veitingasviðs. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt fyrir hæfileikaríkan og skapandi bakara.

Vinnutími er frá kl. 6/7 til 14/15. Ein helgi föstu í mánuði, yfirvinna í samráði við yfirmann á álagstímum. 100% starfshlutfall.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á framleiðslu og framsetningu í bakaríi IKEA
  • Bakstur á brauði, kökum og öðrum framleiðsluvörum
  • Aðstoð við þróun nýrra vara
  • Miðla þekkingu til bakaranema
  • Frágangur og þrif
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sveinspróf í bakaraiðn kostur
  • Reynsla af sambærulegu starfi skilyrði
  • Þekking á matvælaöryggi og góðum starfsháttum við framleiðslu matvæla
  • Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Skipulagshæfni og frumkvæði
  • Íslensku- og/eða enskukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Starfsfólki IKEA stendur til boða styrkur gegn því að nýta sér vistvænan og heilsusamlegansamgöngumáta til og frá vinnu.
  • Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi sem stendur fyrir reglulegum viðburðum. Aðgengi að sumarbústöðum til einkanota.
  • Niðurgreiddur heilsusamlegur matur með vegan valkosti
  • Ávextir og hafragrautur í boði.
  • Heilsueflingarstyrkur ásamt frírri heilsufarsskoðun og velferðarþjónustu frá utanaðkomandi fagaðila. Hressandi morgunleikfimi tvisvar í viku.
  • Aðgengi að námskeiðum og fræðslu til að styrkja persónulega hæfni.

 

Advertisement published6. February 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
EnglishEnglish
Required
Intermediate
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Kauptún 4, 210 Garðabær
Type of work
Professions
Job Tags