
Félagsleg stuðningsþjónusta
Jákvæður og skemmtilegur vinnustaður.
Fjölbreytt störf sem unnin eru út frá þörfum hvers notanda fyrir sig.
Markmið er að efla og styðja við fólk sem býr á eigin heimili.
Iðjuþjálfi/sjúkraþjálfari/íþróttafræðingur í félagslegri stuðningsþjónustu
Fjölskyldusvið Árborgar auglýsir stöðu iðjuþjálfa/sjúkraþjálfara/íþróttafræðings í félagslegri stuðningsþjónustu laust til umsóknar. Spennandi framþróun er í málaflokknum. Um er að ræða 75% starfshlutfall í dagvinnu, sveigjanlegur vinnutími.
Fjölskyldusvið sinnir fjölbreyttri og þverfaglegri þjónustu við íbúa Árborgar með snemmtækan stuðning að leiðarljósi. Lögð er áhersla á þverfaglegt samstarf og framsækið starf í velferðar-, frístunda- og skólaþjónustu.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1100 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjálfun í heimahúsum, þróun, ráðgjöf
- Uppbygging innan málaflokksins
- Mat á þjónustuþörf og endurhæfingu í heimahúsum
- Samskipti og samvinna við aðrar stofnanir
- Teymisvinna og þverfaglegt samstarf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun til starfsréttinda sem og íslenskt starfsleyfi frá Embætti landlæknis
- Starfsreynsla og þekking á sviði endurhæfingar og/eða virkniþjálfunar æskileg
- Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi er mikilvæg
- Lipurð í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
- Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu og þróun í málaflokknum
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur
Advertisement published24. November 2025
Application deadline4. December 2025
Language skills
IcelandicRequired
Location
Grænamörk 5, 800 Selfoss
Type of work
Skills
ProactiveClean criminal recordHuman relationsIndependenceTeam work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Leikskólakennari
Heilsuleikskólinn Urriðaból I

Spennandi starf fyrir iðjuþjálfa - Skjól hjúkrunarheimili og Maríuhús dagþjálfun
Skjól hjúkrunarheimili

Íþrótta- og verkefnastjóri Breiðabliks
Breiðablik

Þroskaþjálfi/iðjuþjálfi 80-100 % starf – Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær

Framkvæmdastýra áfangaheimilis fyrir konur
Lítil þúfa fta.

Sjúkraþjálfari - Sérfræðingur hjá VIRK
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Lágafellsskóli - Þroskaþjálfi/iðjuþjálfi
Lágafellsskóli

Sérhæfður aðstoðarmaður iðjuþjálfa á Landakoti
Landspítali

Iðjuþjálfar á taugaendurhæfingardeild Landakoti
Landspítali

Sjúkraþjálfari óskast til starfa
Endurhæfing - þekkingarsetur

Iðjuþjálfi - Heimahjúkrun HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Uppbyggingarhlutverk á Vopnafirði
Ungmennafélagið Einherji