Sóltún Heilsusetur
Sóltún Heilsusetur
Sóltún Heilsusetur

Iðjuþjálfi - Heilsusetur

Sóltún Heilsusetur á Sólvangi í Hafnarfirði leitar eftir Iðjuþjálfa í dagvinnu á 39 rýma endurhæfingardeild fyrir aldraða. Um er að ræða deild, þar sem fólk dvelur í 4-6 vikur í senn með það að markmiði að efla virkni í daglegu lífi og efla þannig getu þeirra til sjálfstæðrar búsetu á eigin heimili.

Við leitum að iðjuþjálfa með jákvætt viðmót og faglegan metnað, sem hefur áhuga á þátttöku í faglegri framþróun. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og í teymi. Skilyrði er að viðkomandi hafi góða íslenskukunnáttu og löggilt starfsleyfi iðjuþjálfa.

Vinnufyrirkomulag og starfshlutfall er samkomulagsatriði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Iðjuþjálfun með það að markmiði að auka lífsgæði, sjálfsbjargargetu og virkja athafnaþrá dvalargesta á heilsusetri  

  • Mat við endurhæfingu  

  • Ráðgjöf og fræðsla til dvalargesta 

  • Þverfagleg teymisvinna

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Löggilt starfsleyfi iðjuþjálfa 

  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar 

  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum 

Nánari upplýsingar veita:  

Alma Rún Vignisdóttir, deildarstjóri Heilsuseturs; alma@soltun.is  

Sólvangur

Innan Sólvangs er nú þegar 71 hjúkrunarrými, 12 manna sérhæfð dagþjálfunardeild, 14 manna dagdvöl og Sóltún Heima (alhliða heimaþjónusta). 

Við höfum á að skipa öflugum hópi starfsmanna, með mikinn metnað fyrir lífsgæðum og vellíðan þeirra sem hjá okkur dvelja.  

Sólvangur er rekinn af Sóltúni öldrunarþjónustu ehf.  

Advertisement published22. January 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Sólvangsvegur 2, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Team work
Professions
Job Tags