Garðabær
Garðabær
Garðabær

Hress og drífandi einstaklingur óskast í stuðning

Velferðarsvið Garðabæjar leitar að jákvæðu, hressu og drífandi starfsfólki í 50 - 80% starfshlutfall í vaktavinnu og þarf viðkomandi að geta unnið morgun-, kvöld-, nætur og helgarvaktir.
Um er að ræða starf með einstaklingi með Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdóm, sem notar hjólastól sem hann stýrir sjálfur. Viðkomandi er með eigin bíl og því er mikilvægt að starfsfólk sé með ökuréttindi.

Við leggjum áherslu á jákvæð samskipti, húmor og framúrskarandi þjónustu. Í boði er skemmtilegt og fjölbreytt starf.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að styðja einstaklinginn til sjálfstæðs lífs með valdeflandi stuðningi og aðstoð
  • Að sinna umönnun og vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan hans, aðstoða hann varðandi heilsufarslega þætti eftir þörfum hverju sinni
  • Aðstoða með öll almenn heimilisstörf
  • Vera félagslegur stuðningur
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, skipulagshæfni, stundvísi og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Reynsla og kunnátta í aðstoð við fatlað fólk er æskileg
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Bílpróf er skilyrði
  • Aldurstakmark 20 ára
Advertisement published14. February 2025
Application deadline3. March 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Garðatorg 7, 210 Garðabær
Type of work
Professions
Job Tags