IKEA
IKEA
IKEA

Hópstjóri lyftara

Birgðasvið leitar af einstakling til að leiða lyftarateymi IKEA.

Hópstjóri lyftara er virkur meðlimur í teyminu, hann sér um að samstarfsfólk fái nauðsynlega þjálfun og ábyrgist að verkefni klárist á tilsettum tíma í samræmi við verkferla. Starfið felur í sér ábyrgð á gámalosun, áfyllingu á lager og skipulagi sölustaðasetninga á lager. Hópstjóri tryggir vöruflæði með upplifun viðskiptavina í huga ásamt öðrum verkefnum sem til falla.

Vinnutími er alla virka daga milli kl. 8-16.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla að leiða hóp
  • Lyftararéttindi, bílfpróf og reynsla af störfum á lyftara er kostur
  • Almenn tölvuþekking
  • Hæfileiki til að forgangsraða og skipuleggja verkefni
  • Góð samskiptafærni og jákvæðni
  • Góð enskukunnátta
  • Talnagleggni

Fríðindi í starfi:

  • Starfsfólki IKEA stendur til boða styrkur gegn því að nýta sér vistvænan og heilsusamlegan samgöngumáta til og frá vinnu.
  • Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi sem stendur fyrir reglulegum viðburðum. Aðgengi að sumarbústöðum til einkanota.
  • Niðurgreiddur heilsusamlegur matur með vegan valkosti. Fríir ávextir og hafragrautur alla daga.
  • Heilsueflingarstyrkur ásamt frírri heilsufarsskoðun og velferðarþjónustu frá utanaðkomandi fagaðila. Hressandi morgunleikfimi tvisvar í viku.
  • Aðgengi að námskeiðum og fræðslu til að styrkja persónulega hæfni.

Nánari upplýsingar um starfið veitir mannauðssvið, radningar@IKEA.is

Advertisement published3. January 2025
Application deadline13. January 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Kauptún 4, 210 Garðabær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.LeadershipPathCreated with Sketch.Planning
Professions
Job Tags