
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar sér um og ber ábyrgð á rekstri starfsstöðva sem þjónusta fatlað fólk og eldra fólk auk þess að styrkja og styðja forstöðumenn starfsstöðva í störfum sínum. Skrifstofa stafstöðva og þróunar ber einnig ábyrgð á innra eftirliti með starfsemi starfsstöðvanna, framkvæmd nauðsynlegra breytinga í þjónustunni og þróun nýrra úrræða. Skrifstofan er tengiliður velferðarsviðs við:
- Jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna framlaga í málaflokki fatlaðs fólks.
- Sjúkratryggingar Íslands vegna samninga um hjúkrunarrými og dagdvalir.
- Þau ráðuneyti sem málaflokkar fatlaðs fólks og eldra fólks falla undir hverju sinni.
Þjónustan sem veitt er gegnum skrifstofu starfsstöðva og þróunar miðast við einstaklingsbundnar þarfir og aðstæður viðkomandi sem geta verið margskonar:
- Heimili, íbúðakjarnar og stuðningur á eigin heimili fyrir fatlað fólk í samræmi við þarfir þess og óskir.
- Hæfing, starfsþjálfun,vernduð vinna og samfélagshús sem öllum er ætlað að veita þjálfun og stuðning sem miðar að því að auka hæfni þess til starfa og þátttöku í daglegu lífi eða á almennum vinnumarkaði.
- Hjúkrunarsambýli og dagdeild fyrir eldra fólk með heilabilun.
- Félagsstarf eldra fólks sem býður upp á fjölbreytta, skipulagða dagskrá yfir vetrarmánuðina í þremur félagsmiðstöðum bæjarins.

Hlutastörf í nýjum íbúðarkjarna.
Fjölbreytt og spennandi starf með fólki
Velferðarsvið Kópavogs óskar eftir áhugasömu fólki til framtíðar starfa í nýjum íbúðarkjarna í Kleifakór sem opnaði í sumar.
Skemmtilegt og gefandi starf á skemmtilegum og líflegum vinnustað.
Um er að ræða hluta störf þar sem unnið er á vöktum um helgar og á kvöldin. Næturvaktir koma einnig til greina.
Í íbúðakjarnanum koma til með að búa sjö einstaklingar og eru þau byrjuð að koma sér fyrir.
Við vinnum eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og leitumst við að veita einstaklingsmiðaðan og persónulegan stuðning á heimilum þeirra jafnt sem utan þess.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Einstaklingsmiðaður, persónulegur stuðningur við allar athafnir daglegs lífs. Bæði heima við sem og í námi, leik og starfi.
- Vera góð fyrirmynd.
- Stuðla að auknu sjálfstæði íbúa.
- Samvinna við aðstandendur, vinnu og hæfingu.
- Samstarf og teymisvinna.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af vinnu með fötluðu fólki er kostur.
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
- Hæfni í samskiptum og samstarfshæfileikar.
- Framtakssemi og sjálfsstæði.
- Jákvæðni og sveigjanleiki í starfi.
Fríðindi í starfi
- Frítt í sund fyrir alla starfsmenn Kópavogsbæjar
Advertisement published17. September 2025
Application deadline15. October 2025
Language skills

Required
Location
Vallakór 4, 203 Kópavogur
Type of work
Skills
ProactivePositivityHuman relationsIndependenceTeam work
Suitable for
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Þroskaþjálfi eða háskólamenntaður sérfræðingur á heimili fatlaðs fólks - Berjahlíð
Hafnarfjarðarbær

Ferðaþjónusta fatlaðra - Akstur
Teitur

Heimaþjónusta - sveigjanlegt starfshlutfall í boði
Sinnum heimaþjónusta

Viltu vera hluti af frábæru teymi? Öflugur málastjóri óskast í geðrofs- og samfélagsgeðteymi
Landspítali

Starfsfólk óskast í vaktavinnu á fjölskylduheimili
Fjölskylduheimilið Hrafnkatla

Spennandi starf í búsetuþjónustu fatlaðs fólks
Kópavogsbær

Óska eftir kvenkyns aðstoðarfólki strax
NPA miðstöðin

Heimaþjónusta
Seltjarnarnesbær

Þroskaþjálfi eða leikskólasérkennari
Marbakki

Stuðningsfulltrúi óskast á íbúðarkjarna
Ás styrktarfélag

Starfsmaður í heimaþjónustu
Hafnarfjarðarbær

Traust aðstoðarmanneskja óskast á Suðurlandi í 45% starf. Seeking reliable personal Assistants
NPA miðstöðin