Hjúkrunarfræðingur á meðferðarsvið 2
Laus er til umsóknar 80 - 100% staða hjúkrunarfræðings á meðferðarsvdið 1 á Reykjalundi. Á M2 starfa hjartateymi, lungnateymi, taugateymi, efnaskipta- og offituteymi og ein hjúkrunardeild. Um dagvinnustarf er að ræða og ekki er unnið á rauðum dögum og um helgar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Á Reykjalundi starfar hópur framúrskarandi hjúkrunarfræðinga í átta þverfaglegum meðferðarteymum þar sem áhersla er lögð á skjólstæðingsmiðaða nálgun og heildræna sýn. Í þverfaglegum teymum á Reykjalundi starfa auk hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafar, sálfræðingar, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, næringarfræðingar, íþróttafræðingar, talmeinafræðingar, sjúkraliðar og læknar.
Mötuneyti er á staðnum og aðgengi starfsfólks að heilsurækt, starfsmannaleikfimi og sundlaug.
Hæfnikröfur:
- Íslenskt hjúkrunarleyfi gefið út af embætti landlæknis.
- Framúrskarandi hæfni í mannlergum sakmskiptum og jákvætt viðmót.
- Þekking af endurhæfingarhjúkrun er kostur.
- Þekking af geðhjúkrun er kostur.
- Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu og samstarfi.
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
Laun byggja á kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu auk stofnanasamnings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Reykjalundar.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.
Upplýsingar um starfið veita Helga Pálmadóttir helgap@reykjalundur.is og Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri gudbjorg@reykjalundur.is