Reykjalundur
Reykjalundur
Reykjalundur

Sjúkraþjálfari

Viltu verða hluti af samheldnum og metnaðarfullum hópi sjúkraþjálfara sem starfar á Reykjalundi.

Laus er til umsóknar staða sjúkraþjálfara, sérfræðingur 1, á Reykjalundi.

Á Reykjalundi starfa átta þverfagleg meðferðarteymi á tveimur meðferðarsviðum og er starfið því fjölbreytt. Áhersla er lögð á skjólstæðingsmiðaða nálgun og heildræna sýn.

Í þverfaglegum teymum á Reykjalundi starfa auk sjúkraþjálfara, iðjuþjálfar, talmeinafræðingar, sálfræðingar, næfingarfræðingar, félagsráðgjafar, íþróttafræðingar, sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar og læknar.

Mötuneyti er á staðnum og aðgengi starfsfólks að heilsurækt, starfsmannaleikfimi og sundlaug.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Hæfniskröfur:

  • Íslenskt starfsleyfi gefið út af Embætti landlæknis.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu og samstarfi.
  • Áhugi, metnaður og sjálfstæði í starfi.

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi FS og SFV (Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu), auk stofnanasamnings FS og Reykjalundar.

Upplýsingar um starfið veita Ásdís Kristjánsdóttir forstöðusjúkraþjálfari asdiskri@reykjalundur.is og Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri gudbjorg@reykjalundur.is

Upplýsingar um Reykjalund má finna á heimasíðu Reykjalundar www.reykjalundur.is

Advertisement published8. January 2025
Application deadline22. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Reykjalundur 125400, 270 Mosfellsbær
Type of work
Suitable for
Work environment
Professions
Job Tags