Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem heyrir undir forsætisráðherra. Markmið bankans er að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi. Þá skal bankinn sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisforða og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi. Hjá Seðlabankanum starfar öflug liðsheild og leggur bankinn ríka áherslu á metnaðarfullt og hvetjandi starfsumhverfi sem einkennist af trausti, fagmennsku, þekkingu og framsækni.
Hagfræðingur
SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða hagfræðing á svið hagfræði og peningastefnu.
Hagfræði og peningastefna annast rannsóknir og greiningu á þróun efnahags- og peningamála, gerir þjóðhags- og verðbólguspár og tekur þátt í mótun stefnunnar í peningamálum. Sviðið hefur m.a. umsjón með útgáfu ársfjórðungsritsins Peningamála og enskri útgáfu þess Monetary Bulletin.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hagfræðirannsóknir til birtingar í ritum Seðlabankans eða á öðrum viðurkenndum vettvangi
- Þróun og viðhald spálíkana
- Þátttaka í gerð verðbólgu- og þjóðhagsspáa bankans
- Vinna í tengslum við greiningu og skrif í Peningamál
- Tilfallandi verkefni og ráðgjöf á ábyrgðasviðum Seðlabankans
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistarapróf í hagfræði
- Reynsla af rannsóknum á sviði peninga- og hagfræði
- Reynsla af notkun tölfræðiforrita í hagrannsóknum
- Gott vald á mæltu og rituðu máli, bæði á ensku og íslensku
- Góð hæfni í að setja fram fræðilegt efni á skýran hátt
- Lipurð í samskiptum og góð hæfni til að vinna sjálfstætt og með öðrum
- Frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og metnaður í starfi
Advertisement published7. November 2024
Application deadline21. November 2024
Language skills
English
Very goodRequired
Icelandic
Very goodRequired
Location
Kalkofnsvegur 1, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
ProactiveResearch papersHuman relationsAmbitionResearchIndependence
Work environment
Professions
Job Tags