

Grafískur hönnuður
BIOEFFECT leitar að skapandi og öflugum einstaklingi til að ganga til liðs við markaðsteymi félagsins. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í grafískri hönnun, þar sem viðkomandi kemur að þróun og framleiðslu á markaðsefni sem styður við ímynd og markmið félagsins á alþjóðlegum mörkuðum.
BIOEFFECT eru margverðlaunaðar íslenskar húðvörur sem byggja á íslensku hugviti, vísindum og virkni. Sérstaða vörulínunnar er virka innihaldsefnið, BIOEFFECT EGF, sem framleitt er með aðferðum plöntulíftækni í gróðurhúsi ORF Líftækni á Íslandi. Vörurnar eru framleiddar á Íslandi og því gegnir íslenska vatnið einnig lykilhlutverki í hreinleika varanna. BIOEFFECT húðvörurnar eru seldar um allan heim, í 21 landi og hafa hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir gæði og virkni. Alls starfa um 55 starfsmenn hjá félaginu, flestir á Íslandi en BIOEFFECT er einnig með starfsstöðvar í London og New York.
- Hönnun og framleiðsla á fjölbreyttu markaðs- og kynningarefni
- Þátttaka í mótun og framsetningu markaðsefnis fyrir vörur og herferðir
- Þátttaka í hugmyndavinnu, framkvæmd markaðsverkefna og viðburða í samstarfi við markaðsteymi
- Menntun og/eða reynsla í grafískri hönnun
- Reynsla af hugmyndavinnu og þróun skapandi efnis
- Góð kunnátta í miðlun efnis á samfélagsmiðlum
- Frumkvæði, skipulagshæfni og vönduð vinnubrögð
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku
- Heilsuræktarstyrkur
- Samgöngustyrkur fyrir vistvænar samgöngur
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Góður starfsandi og líflegt starfsumhverfi
- Öflugt starfsmannafélag

