
Hagvangur
Hagvangur er ráðninga- og ráðgjafafyrirtæki sem býður þjónustu við flest það er snýr að mannauðsmálum. Hjá Hagvangi starfa 8 sérfræðingar við ráðningar og stjórnenda- og mannauðsráðgjöf. Hagvangur hefur alla tíð einbeitt sér að faglegum ráðningum og starfsmannaleit og hefur þjónustað hundruði viðskiptavina við ráðningar, ráðgjöf, persónuleika- og hæfnipróf og margt fleira.
Starfsfólk Hagvangs hefur unnið mikið brautryðjendastarf í ráðningum og ráðgjöf á Íslandi. Áralöng þekking og reynsla af atvinnulífi á Íslandi, breitt tengslanet og gott orðspor eru meðal þeirra þátta sem við erum gríðarlega stolt af. Við höfum það að leiðarljósi að leggja stöðuga áherslu á nýjungar í þjónustu og áreiðanleika í öllum þeim störfum sem við tökum okkur fyrir hendur.
Í upphafi beindust sjónir Hagvangs mest að ráðningum. Fyrst í stjórnunar- og sérfræðistörf en fljótlega fór Hagvangur að bjóða viðskiptavinum sínum alhliða þjónustu við ráðningar á öllum sviðum atvinnulífisins.

Grafískur hönnuður
Traust þjónustufyrirtæki leitar að skapandi og öflugum einstaklingi til að ganga til liðs við markaðsteymi félagsins. Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem grafísk hönnun, miðlun og ljósmyndun koma saman í spennandi verkefnum sem styðja við ímynd og markmið félagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun og framleiðsla á fjölbreyttu markaðs- og kynningarefni á prentuðu og stafrænu formi, merkingar á bílum og húsnæði, sýningabásum ásamt öðrum tilfallandi hönnunarverkefnum í samræmi við stefnu og ímynd félagsins
- Umsjón með samræmdri notkun grafískrar hönnunar á öllum miðlum félagsins
- Þátttaka í hugmyndavinnu, framkvæmd markaðsverkefna og viðburða í samstarfi við markaðsteymi
- Ábyrgð á ljósmyndaverkefnum félagsins, þar með talið starfsmannamyndatöku, vöru- og auglýsingaljósmyndun
- Umsjón með ljósmyndastúdíói og ljósmyndabúnaði félagsins
- Framkvæmir og ber ábyrgð á eftirvinnslu ljósmynda og tryggir að efni uppfylli kröfur um gæði og notagildi í miðlun
- Ber ábyrgð á hugmyndavinnu, hönnun, skipulagi og framleiðslu á merktum varningi félagsins. Sér um lagerstöðu varnings og pantanir eftir þörfum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða reynsla í grafískri hönnun, miðlun og ljósmyndun
- Reynsla í notkun helstu hönnunarforrita á borð við Adobe InDesign, Photoshop, Illustrator og/eða Figma
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð hæfni í samskiptum og færni til að vinna í teymi
- Íslensku og enskukunnátta skilyrði
Advertisement published30. June 2025
Application deadline4. August 2025
Language skills

Required

Required
Location
Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
FigmaIllustratorInDesignPhotoShop
Professions
Job Tags
Other jobs (2)