BIOEFFECT ehf.
BIOEFFECT ehf.
BIOEFFECT ehf.

Efnis- og textagerð.

BIOEFFECT leitar að öflugum starfsmanni í textagerð. Viðkomandi þarf að vera jafnvígur í íslensku- og ensku. Starfið felst í margvíslegum textaverkefnum á fjölbreyttum miðlum fyrirtækisins og að sjá til þess að tónninn sé faglegur, áhugaverður og skemmtilegur og í takt við vörumerkið. Starfsmaður tilheyrir markaðsdeild félagsins og starfinu geta því fylgt þátttaka í óvæntum og fjölbreyttum verkefnum. Æskilegt er viðkomandi hafi áhuga á húðumhirðu og húðvöru.

BIOEFFECT eru margverðlaunaðar íslenskar húðvörur sem byggja á íslensku hugviti, vísindum og virkni. Sérstaða vörulínunnar er virka innihaldsefnið, BIOEFFECT EGF, sem framleitt er með aðferðum plöntulíftækni í gróðurhúsi ORF Líftækni á Íslandi. Vörurnar eru framleiddar á Íslandi og því gegnir íslenska vatnið einnig lykilhlutverki í hreinleika varanna. BIOEFFECT húðvörurnar eru seldar um allan heim, í 21 landi og hafa hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir gæði og virkni. Alls starfa um 55 starfsmenn hjá félaginu, flestir á Íslandi en BIOEFFECT er einnig með starfsstöðvar í London og New York.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Textagerð fyrir BIOEFFECT, s.s. netpóstar, blogg, vörur, umbúðir, bæklingar, auglýsingar, samfélagsmiðlar, þjálfunarefni o.s.frv.
  • Ábyrgð á tón vörumerkisins í samstarfi við markaðsstjóra
  • Prófarkalestur á íslensku og ensku efni
  • Hugmyndavinna fyrir markaðsefni
  • Þátttaka í leitarvélabestun (SEO)
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta í rituðu máli er skilyrði
  • Skipulagshæfni og vönduð vinnubrögð
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
  • Góð teymisvinna og jákvæðni
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og góðir samstarfshæfileikar
  • Reynsla af sambærilegu starfi mikill kostur
Fríðindi í starfi
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur fyrir vistvænar samgöngur
  • Niðurgreiddur hádegismatur
  • Góður starfsandi og líflegt starfsumhverfi
  • Öflugt starfsmannafélag
Advertisement published1. July 2025
Application deadline8. July 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Expert
Location
Víkurhvarf 7, 203 Kópavogur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Content writing
Professions
Job Tags