
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
Hjá Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi starfar rúmlega 90 manna samhentur og metnaðarfullur hópur í skapandi og skemmtilegu starfsumhverfi.
Hlutverk Hörpu er að vera vettvangur fyrir tónlistar- og menningarlíf sem og hvers konar ráðstefnur, fundi og samkomur, innlendar og erlendar. Hlutverk hússins er jafnframt að vera menningarmiðstöð fyrir alla landsmenn og áfangastaður innlendra og erlendra ferðamanna.
Harpa leggur ríka áherslu á sjálfbærni og hefur mótað sér mannréttinda- og jafnréttisstefnu, hefur hlotið jafnlaunavottun og viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024. Harpa er Svansvottað ráðstefnuhús og hefur uppfyllt öll Græn skref Umhverfisstofnunar um rekstur.

Gjaldkeri og launafulltrúi
Ert þú nákvæm og töluglögg manneskja sem hefur gaman af fjölbreyttum verkefnum?
Öflugt teymi fjármálasviðs Hörpu leitar að gjaldkera og launafulltrúa í fullt starf.
Gjaldkeri og launafulltrúi Hörpu sinnir almennum gjaldkerastörfum og móttökuskráningu reikninga fyrir félög í samstæðu Hörpu auk þess að bera ábyrgð á skráningu upplýsinga í launa- og tímaskráningarkerfi og mánaðarlegri launavinnslu.
Um er að ræða fjölbreytt ábyrgðarstarf fyrir einstakling sem er lipur í mannlegum samskiptum, tilbúinn að tileinka sér nýjungar og hefur metnað til að ná góðum árangri.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn gjaldkerastörf, innheimta og afstemmingar
- Móttaka reikninga og ráðningarsamninga, skráning og skjölun
- Umsjón með launa- og tímaskráningarkerfum
- Mánaðarleg launavinnsla og úrvinnsla
- Greining og úrvinnsla tölulegra upplýsinga og annarra gagna
- Þátttaka í umbótaverkefnum á fjármálasviði
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð menntun sem nýtist í starfi, s.s. viðskiptatengd menntun
- Lágmark 4 ára starfsreynsla sem nýtist í starfið
- Mjög góð almenn tölvukunnátta og mikil færni í Excel
- Þekking og reynsla af launa- og tímaskráningarkerfum
- Þekking á kjarasamningum
- Reynsla af umbóta- og teymisvinnu er kostur
- Mjög gott vald á íslensku og gott vald á ensku
- Nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð
Fríðindi í starfi
Samgöngusamningur eða bílastæði, gott mötuneyti, símastyrkur, íþróttastyrkur og frábært starfsmannafélag
Advertisement published9. January 2026
Application deadline20. January 2026
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Austurbakki 2, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (6)





