Gagnagæðasérfræðingur á Gagnasviði Hagstofunnar
Hagstofa Íslands leitar að nákvæmum og metnaðarfullum gagnagæðasérfræðing á Gagnasviði með áhuga á gagnagæðum. Í þessu starfi munt þú leggja grunn að traustum upplýsingum sem nýtast víða, þar á meðal í launatölfræði og kjarasamningsgerð. Þú munt taka þátt í að byggja upp gagnagæði í samvinnu við fjölbreytta gagnaveitendur svo sem fyrirtæki og stofnanir og staðla gögn til að uppfylla kröfur Hagstofunnar.
Áhersla er lögð á samskipti við gagnaveitendur og innri aðila til að tryggja gagnagæði við úrvinnslu gagna. Starfið felur í sér flokkun, vinnslu og greiningu á gögnum. Sérstök áhersla er á stöðlun og sannprófun gagna til að byggja upp traustan grunn upplýsinga fyrir íslenskan vinnumarkað og fleiri svið. Fyrstu verkefni þín munu tengjast mánaðarlegri launarannsókn Hagstofunnar.
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi; þekking á vinnumarkaðs- og launamálum er kostur
-
Mikil greiningarhæfni og skipulagsfærni
-
Framúrskarandi samskipta- og samvinnuhæfni
-
Góð tölvukunnátta, sérstaklega í SQL eða öðrum greiningarforritum
-
Geta til að tileinka sér nýja þekkingu og ferla hratt
-
Reynsla af umsýslu og úrvinnslu gagna í gagnagrunnum er kostur
-
Þekking á launahugbúnaði eða kjarasamningsgerð er kostur
Hvað býður Hagstofan upp á?
-
Krefjandi og spennandi verkefni
-
Vinnu í samfélagslega mikilvægu hlutverki
-
Skemmtilegt samstarfsfólk
-
Gott mötuneyti
-
Íþróttastyrk
-
Samgöngustyrk
-
Sveigjanlegan vinnutíma
-
Styttingu vinnuvikunnar
-
Möguleika til fjarvinnu
-
Hjólageymslu og bílastæði