Hagstofa Íslands
Hagstofa Íslands
Hagstofa Íslands

Sérfræðingur í gagnatækni

Langar þig að þróa gagnalausnir sem stuðla að upplýstu samfélagi?

Hagstofa Íslands leitar að sérfræðingi í gagnatækni á gagnasviði með brennandi áhuga á sjálfvirknivæðingu og áreiðanleika gagna. Í þessu mikilvæga starfi munt þú taka virkan þátt í stafrænni vegferð Hagstofunnar þar sem gæði og öryggi gagna eru sett í fyrirrúmi. Með teymi sérfræðinga munt þú móta og þróa vöruhús gagna Hagstofunnar með nýjustu lausnum í gagnatækni og sjálfvirkni. Þín sérþekking mun auka gagnavirði stofnunarinnar og styðja við stefnu hennar um skilvirka og samræmda vinnslu gagna.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni og ábyrgð

Áhersla er lögð á samskipti við gagnaveitendur og samstarf við öll svið Hagstofunnar, auk uppbyggingar vöruhúss gagna. Starfið felur í sér innleiðingu gagnalausna, greiningu á gagnagæðum og þróun eftirlitskerfa og mælaborða. Markmiðið er að efla stafræna þróun og gæði gagnaferla með aukinni sjálfvirkni og tryggja þannig áreiðanleika í gagnaflæði Hagstofunnar. Starfið er mikilvægur þáttur í að styðja framtíðarsýn Hagstofunnar um nútímaleg og áreiðanleg gögn sem þjóna samfélaginu.

Við leitum að einstaklingi sem hefur metnað til að hafa raunveruleg áhrif á framtíð gagna á Íslandi.

Menntunar- og hæfniskröfur

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði eða skyldum greinum, framhaldsmenntun er kostur

  • Þekking á hönnun vöruhúsa gagna

  • Mjög góð kunnátta í SQL

  • Kunnátta í Python og/eða R er kostur

  • Færni í Power BI

  • Sterk gagnagreiningarhæfni

  • Góð samskipta- og samvinnuhæfni

  • Sjálfstæð vinnubrögð með lausnamiðaðri nálgun

  • Reynsla af ETL-ferlum er kostur

  • Reynsla af uppbyggingu gagnamódela er kostur

Fríðindi í starfi

Hvað býður Hagstofan upp á?

  • Krefjandi og spennandi verkefni

  • Vinnu í samfélagslega mikilvægu hlutverki

  • Skemmtilegt samstarfsfólk

  • Gott mötuneyti

  • Íþróttastyrk

  • Samgöngustyrk

  • Sveigjanlegan vinnutíma

  • Styttingu vinnuvikunnar

  • Möguleika til fjarvinnu

  • Hjólageymslu og bílastæði

Advertisement published18. November 2024
Application deadline2. December 2024
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Borgartún 21A, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags