
Framleiðslustarf - Víking Brugghús
Coca-Cola á Íslandi er alþjóðlegur vinnustaður með 80 ára sögu í íslensku samfélagi. Víking Brugghús á Akureyri er mikilvægur hluti af fyrirtækinu þar sem við bruggum og framleiðum okkar gæðabjór. Við leitum að starfsmanni í framleiðslu Víking Brugghús. Við bjóðum upp á spennandi og líflegan vinnustað þar sem unnið er markvisst að jafnréttismálum, vexti, öryggi og vellíðan starfsfólks. Unnið er á 10 tíma vöktum mánudaga-fimmtudaga.
• Stjórnun framleiðsluvéla í áfyllingu í samræmi við framleiðsluáætlanir
• Eftirlit með gæðum framleiðslunnar
• Undirbúningur framleiðslu, frágangur og þrif
• Bilanagreiningar / bilanaleit í samvinnu við tæknideild
• Þátttaka í reglubundnu viðhaldi á vélum og tækjum
• Æskilegt er að viðkomandi hafi starfsreynslu af verksmiðjuvélum eða framleiðslustarfi
• Sjálfstæð vinnubrögð og greinandi hugsun
• Almenn tölvukunnátta
• Jákvæðni og geta til að vinna undir álagi
• Hæfni í mannlegum samskiptum
Icelandic
English










