
Starfsgreinasamband Íslands
Starfsgreinasamband Íslands (SGS) er fjölmennasta landssamband launafólks á Íslandi og stærsta landssambandið innan ASÍ, með samtals um 44.000 félagsmenn. Meginhlutverk SGS er að sameina verkalýðsfélög í baráttunni fyrir bættum kjörum, standa vörð um áunnin réttindi, vera leiðandi afl innan verkalýðshreyfingarinnar og vettvangur umræðu um þróun samfélagsins í þágu launafólks.
Framkvæmdastjóri SGS
Starfsgreinasamband Íslands óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf framkvæmdastjóra. Um er að ræða afar fjölbreytt og krefjandi starf.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri
- Stefnumótun og framkvæmd ákvarðana
- Umsjón með gerð og túlkun kjarasamninga
- Umsjón með kynningarstarfi, útgáfu og samskiptum við fjölmiðla
- Skipulagning samráðs og samstarfs aðildarfélaga
- Samskipti við innlend og erlend aðildarfélög
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla af stjórnun og rekstri
- Reynsla og þekking á málefnum stéttarfélaga og kjarasamningum
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum og leiðtogahæfileikar
- Hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti
- Góð greiningar- og skipulagshæfni
- Góð kunnátta í íslensku, ensku og einu norðurlandamáli
Advertisement published1. July 2025
Application deadline13. July 2025
Language skills

Required

Required
Location
Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags