

Framkvæmdastjóri
Vilt þú taka þátt í að móta framtíð samgangna hérlendis og erlendis? Hopp leitar að reyndum og drifnum framkvæmdastjóra sem fær á að leiða Hopp inn í framtíðina í nánu samstarfi við virka stjórn og sterkan hóp samstarfsfólks. Viðkomandi verður lykilaðili í að móta framtíð félagsins á íslenskum sem og á alþjóðlegum markaði. Hlutverkið krefst djúprar getu til strategískar hugsunar, áræðni og mikillrar framkvæmdagetu.
Hopp sinnir þjónustu 3.500 deilihlaupahjóla, 50 deilibíla og um 150 leigubílstjóra fyrir rúmlega 80.000 viðskiptavini árlega hérlendis, ásamt því að selja út hugbúnaðar og rekstrarinnviðaþjónustu í meira en 70 borgum í 17 löndum.
-
Þróun stefnu Hopp á sviði hugbúnaðar, vöru, reksturs og vaxtar, bæði hérlendis og erlendis.
-
Móta og leiða framúrskarandi sölu-, markaðs- og þjónustustefnu sem styrkir vörumerkið og dýpkar tengsl við viðskiptavini.
-
Hafa yfirumsjón með rekstri, mælikvörðum og árangri með áherslu á gagnadrifna ákvarðanatöku og skilvirka ferla.
-
Styrkja og leiða stjórnendur og lykilteymi í gegnum umbreytingu, vöxt og breyttar áherslur.
-
Uppbyggingu öflugra tengsla við hagaðila, fjárfesta og stjórnvöld og að vera sýnilegur fulltrúi félagsins í samfélaginu.
-
Stuðning við áframhaldandi vöxt sérleyfa og útbreiðslu Hopp á nýjum erlendum mörkuðum.
-
Leiðtogahæfni og stjórnunarreynslu, sem felur í sér að byggja upp traust teymi, halda yfirsýn og miðla skýrum forgangsröðun.
-
Reynslu af stefnumótun og innleiðingu ferla sem leiða til raunverulegs árangurs.
-
Dýpt í vörumerkjastjórnun og þjónustuþróun, með áherslu á notendaupplifun og ásýnd.
-
Þekking og reynsla af vöruþróun í samstarfi við hugbúnaðarteymi.
-
Færni í almannatengslum og/eða samskiptum við stjórnvöld, sem nýtist við að þróa samgöngulausnir með samfélagsleg áhrif að leiðarljósi.
-
Reynsla af árstíðarbundnum sveiflum í rekstri.
-
Að hafa rekið fyrirtæki eða rekstrareiningu með 50 eða fleiri undirmönnum.
-
Reynsla af fjármögnun, lántöku hjá lánastofnunum og samskipti við fjárfesta.
-
Áætlanagerð og eftirfylgni með rekstrarreikningum.
-
Hæfni í sölu og markaðsmálum, á B2B og/eða B2C mörkuðum
-
Hefur brennandi áhuga á sjálfbærni, snjöllum lausum og fjölbreyttum samgöngum.
-
Þekkir hvernig á að nýta stefnu og gögn til að ná árangri og örum vexti.
-
Hefur ástríðu fyrir sölu, tengslamyndun og vörumerkjum sem láta gott af sér leiða.
-
Hugsar stórt, framkvæmir hratt og heldur fókus.
-
Ert leiðtogi sem hefur áhrif, skapar traust og eflir fólkið í kringum þig.
…. þá viljum við heyra frá þér. Þú getur haft mikil og raunveruleg áhrif á fyrirtækið, á samfélagið og framtíð samgagna í heild.
Umsóknarfrestur er til og með 13. júlí.
Góð samskipti hafa umsjón með ráðningunni.

