
Framkvæmdastjóri LSÍ
LYFTINGASAMBAND ÍSLANDS
AUGLÝSIR EFTIR FRAMKVÆMDASTJÓRA
Framkvæmdastjóri Lyftingasambands Íslands (LSÍ) heyrir undir stjórn LSÍ og vinnur náið með henni og Landsliðsþjálfara. LSÍ á jafnframt náið samstarf við ÍSÍ og eru skrifstofur LSÍ staðsettar í húsnæði ÍSÍ að Engjavegi 6. Framundan er alþjóðlegt mót sem LSÍ mun halda á haustdögum sem krefst mikillar skipulagningar og útsjónarsemi. Innan raða LSÍ eru íþróttamenn í fremstu röð á heimsvísu og því eru spennnandi tímar framundan hjá vaxandi sérsambandi.
Starfshlutfall 50%-80%, eftir samkomulagi svo starfið getur því hentað vel með námi eða öðrum störfum hlutastörfum innan íþróttahreyfingarinnar.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en í byrjun september.
Nánari upplýsingar veitir Harpa Þorláksdóttir, formaður stjórnar LSÍ, á netfanginu harpa@lsi.is
Starf framkvæmdastjóra er fjölbreytt og felst m.a. í:
- Ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun skrifstofu LSÍ
- Eftirfylgni með stefnu og ákvörðunum stjórnar
- Umsjón með innleiðingu á afreksstefnu og áætlunum LSÍ
- Ábyrgð á skipulagningu mótahalds og landsliðsverkefna
- Uppbygging og viðhald góðra tengsla og samskipta við hagaðila
- Upplýsingagjöf og ábyrgð á markaðsmálum LSÍ
- Menntun sem nýtist í starfi - háskólamenntun er æskileg
- Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og skipulagshæfileikar
- Mjög góð samskiptahæfni og gott orðspor
- Reynsla og hæfni til að miðla upplýsingum
- Metnaður og færni í teymisvinnu
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
- Góð almenn tölvukunnátta, s.s. Word og Excel
- Þekking og reynsla af framsetningu kynningarefnis og auglýsinga
- Lágmarks þekking á stafrænni grafík æskileg
Vinnutími og staðsetning eru sveigjanleg.

