Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Forstöðumaður íbúðakjarna - Velferðarsvið

Reykjanesbær leitar að öflugri og framsækinni forstöðumanneskju til að stýra þjónustu í íbúðakjarna sem veitir sólarhringsþjónustu. .

Reykjanesbær hefur sett sér stefnu um velferð íbúa og samfélagsins til ársins 2030. Yfirskrift stefnunnar er Reykjanesbær í krafti fjölbreytileikans.

Lögð er áhersla á að nýta til fulls kosti fjölbreytileikans og efla alla bæjarbúa til að búa sér og börnum gott líf með virkri þátttöku í samfélaginu. Jafnframt er lögð áhersla á að auka lífsgæði og samskipti bæjarbúa og veita jöfn tækifæri til heilbrigðs lífs og hamingju með vellíðan íbúa að leiðar­ljósi.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Um framtíðarstarf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, þó ekki síðar en 1. Desember 2024. Starfið heyrir undir velferðarsvið Reykjanesbæjar. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Um fullt starf er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiðtogahlutverk í faglegu starfi
  • Ábyrgð á fjárhagslegum rekstri
  • Tryggja heildarsýn, samfellu og lausnarmiðaða nálgun í þjónustu við notendur
  • Standa vörð um réttindi íbúa ásamt því að efla möguleika þeirra til virkrar þátttöku í samfélaginu
  • Vera í samstarfi við aðra þjónustuaðila eftir því sem við á 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þekking og reynsla á málefnum fatlaðs fólks
  • Reynsla af stjórnun og mannaforráðum
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og hæfni til þverfaglegs samstarfs
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og sterk leiðtogahæfni
  • Rík þjónustulund, áhugi og metnaður til að veita framúrskarandi þjónustu
  • Góð íslenskukunnátta bæði í rituðu og töluðu máli
  • Hreint sakavottorð
Advertisement published4. September 2024
Application deadline22. September 2024
Language skills
IcelandicIcelandicIntermediate
Location
Stapavellir 16, 260 Reykjanesbær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.LeadershipPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Personnel administrationPathCreated with Sketch.Customer service
Professions
Job Tags