Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Velferðarsvið - Starfsmaður í frístundarstarfi (Skjólið)

Starfsmaður í frístundarstarfi fyrir ungmenni með stuðningsþarfir

Reykjanesbær auglýsir eftir starfsmanni í frístundarstarf sem rekin eru af velferðarsviði Reykjanesbæjar. Um er að ræða Skjólið sem starfrækt er í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima í Reykjanesbæ.

Um er að ræða 25% starf. Vinnutíminn sem um ræðir er 14:00-16:00 alla virka daga. Einnig kemur til greina lægra starfshlutfall.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sinnir daglegu starfi frístundastarfsstöðvar Skjólsins og verkefnum sem fylgja þeim s.s. undirbúningi og frágangi.
  • Aðstoð við daglegar athafnir barna og ungmenna með stuðningsþarfir 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af því að vinna með börnum og ungmennum með stuðningsþarfir kostur.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og góð samstarfshæfni
  • Heiðarleiki, stundvísi og fordómaleysi
  • Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni 
  • Hæfni til að bregðast við óvæntum aðstæðum. 
Advertisement published9. September 2024
Application deadline23. September 2024
Language skills
IcelandicIcelandicExpert
Location
Hafnargata 88, 230 Reykjanesbær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.HonestyPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Punctual
Professions
Job Tags