Icelandair
Icelandair
Icelandair

Flugþjónar og flugfreyjur sumarið 2026

Icelandair óskar eftir að ráða flugþjóna og flugfreyjur til starfa í millilandaflugi sumarið 2026. Um er að ræða tímabundin störf í 100% starfshlutfalli frá 1. júní til 31. ágúst með möguleika á áframhaldandi starfi.

Við sækjumst eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að vinna í líflegu umhverfi þar sem öryggi, fagmennska og framúrskarandi þjónustuhæfni er í forgrunni. Við leitum að glaðlyndu og jákvæðu fólki sem nýtur þess að vinna með öðrum, býr yfir góðum samskiptahæfileikum og tekst á við verkefni með góðu hugarfari. Lausnamiðuð hugsun, aðlögunarhæfni og metnaður til að vaxa og ná árangri eru mikilvægir eiginleikar í þessu fjölbreytta og spennandi starfi.

Við hvetjum þig til að kynna þér starfið með því að skoða eftirfarandi síðu:

https://www.icelandair.com/is-is/um-okkur/flugfreyja-flugthjonn/

  • Þau sem hafa starfað áður hjá Icelandair en eru ekki með gild réttindi skulu sækja um á þessari síðu.
  • Störf fyrir þau sem hafa gild réttindi sem og reynslu hjá Icelandair (e. Initial and Conversion training) verða auglýst síðar.

Hvað þarf til:

  • Reynslu af þjónustu- og/eða umönnunarstörfum
  • Mjög góða íslensku- og enskukunnáttu, önnur tungumálakunnátta er kostur
  • Framúrskarandi þjónustulund sem og samskiptahæfni
  • Góða færni í teymisvinnu og útsjónarsemi
  • Jákvætt viðhorf og metnað til að ná árangri í starfi
  • Fæðingarár 2006 eða fyrr

Áður en umsækjendur fá boð á námskeið þarf að standast læknisskoðun samkvæmt reglugerð flugmálayfirvalda. Nánari upplýsingar um læknisskoðunina má finna á upplýsingasíðu starfsins.

Umsóknum þurfa að fylgja eftirfarandi gögn (skila þarf inn gögnum í PDF eða JPG formi):

  • Ferilskrá
  • Kynningarbréf
  • Umsagnaraðilar
  • Afrit af vegabréfi þar sem sést útgáfudagur, gildistími og vegabréfsnúmer

Þau sem hafa gild grunnréttindi (e. Attestation of Initial training) en þurfa framhaldsþjálfun (e. Conversion training) eiga að skila inn eftirfarandi gögnum (skila þarf inn gögnum í PDF eða JPG formi):

  • Afrit af Attestation of Initial Training
  • Afrit af staðfestingu á síðasta flugi
  • Afrit af Crew Visa (C Visa)

Í ferlinu verður tekið mið af jafnréttisáætlun fyrirtækisins og markmiðum IATA um að stuðla að jöfnun á hlutfalli kynja í flugiðnaði. Við samsetningu hópsins verður lögð áhersla á fjölbreytni og breidd hvað varðar kyn og aldur. Stefna Icelandair er að stuðla að jafnrétti og fjölbreytileika á meðal starfsfólks og hvetur einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um.

Umsóknum, ásamt ferilskrá, skal skila eigi síðar en 16. september 2025.

Búast má við að ráðningarferlið taki nokkra mánuði. Öllum umsóknum verður svarað.

Nánari upplýsingar má fá á netfanginu: [email protected] og á upplýsingasíðu starfsins.

Advertisement published7. August 2025
Application deadline16. September 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Customer service
Professions
Job Tags