
Fjölbreytt og skemmtilegt starf aðstoðarmanns í Reykjavík
Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og eru helstu verkefni að aðstoða skemmtilegan mann á besta aldri við athafnir daglegs lífs.
Viðkomandi er fjölskyldumaður og snýr aðstoðin einnig að aðstoð við fjölskylduna sem er einstaklega fjörug og skemmtileg og aldrei leiðinlegt í kring um þau.
Starfið er að mestu unnið inni á heimili notandans auk þess að fylgja honum í öllum sínum ferðum og verkefnum utan heimilisins.
Unnið er á vöktum og eru laun greidd skv. sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar og Samtaka atvinnulífsins/Eflingar.
Um fleiri en eitt stöðugildi er að ræða sem gefur möguleika á fullu starfi eða hlutastarfi.
Umsækjendur þurfa að framvísa sakavottorði og hafi gild ökuréttindi.
Hæfniskröfur
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Þolinmæði og umburðarlyndi
• Framtakssemi og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Jákvæðni og vilji til að taka leiðsögn
• Sveigjanleiki og umburðarlyndi fyrir verkefnum dagsins
• Menntun og/eða reynsla af vinnu með fötluðum kostur en ekki skilyrði
Helstu verkefni
• Styðja þjónustuþega við að lifa sjálfstæðu og innhaldsríku lífi
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi, en eigi síðar en 1. júní. Um framtíðarstörf er að ræða.
Nánari upplýsingar um störfin gefa Hafdís Bjarnadóttir s: 510 0921, [email protected] og Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir s: 510 0922, [email protected].













