
ICEWEAR
Icewear er íslenskt útivistarvörumerki og á sögu allt aftur til ársins 1972.
Vörulína Icewear er mjög stór og samanstendur af fjölbreyttu úrvali af útivistarfatnaði, ullarvörum og helstu fylgihlutum til útivistar fyrir bæði börn og fullorðna.
Allar vörur Icewear eru hannaðar á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður.
Icewear leggur ávalt mikið upp úr sanngjörnu verði, fjölbreyttu úrvali og góðri þjónustu enda er útivist fyrir alla.
Verslanir Icewear eru í dag 23 talsins og eru staðsettar um land allt undir merkjum Icewear, Icewear Magasín og Icemart. Þá er vefverslun Icewear mjög vinsæl og selur út um allan heim.
Sjá vefsíðu Icewear: www.icewear.is
Helstu vöruflokkar Icewear eru útivistarfatnaður, ullarvörur og minjagripir.
Verslanir Icewear eru staðsettar í Reykjavík, Akureyri, Kópavogi, Vestmannaeyjum, Þingvöllum og við Goðafoss og í Vík í Mýrdal ásamt mjög öflugri vefverslun.
Fyrirtækið hefur verið ört vaxandi og hjá Icewear starfa í dag um 280 manns.
Gildi Icewear eru samskipti, metnaður, ánægja. Unnið er með þau i daglegum störfum og áhersla lögð á að skapa skemmtilegan og spennandi vinnustað.
Þín útivist Þín ánægja

Fatahönnuður
Icewear leitast eftir að ráða öflugan einstakling í starf fatahönnuðar. Sem fatahönnuður hjá Icewear færðu tækifæri til að móta nýjar línur og hafa áhrif á ímynd vörumerkisins frá hugmynd til veruleika.
Starfsstöð er á skrifstofum Icewear í Garðabæ.
Umsóknarfrestur er til 18. júlí n.k. en áhugasamir eru hvattir til að sækja um strax þar sem unnið verður úr umsóknum jafn óðum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vöruþróun og hugmyndavinna
- Vinna við gerð flatra teikninga og tækniskjala
- Samskipti og fundir með birgjum innanlands og erlendis
- Eftirfylgni með vörum í þróun og gæðaeftirlit
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi, nám á sviði fatahönnunar skilyrði
- Reynsla af starfi við fatahönnun og framleiðslu á fatnaði áskilin
- Mjög góð tölvuþekking og reynsla í notkun Illustrator áskilin
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Áreiðanleiki, nákvæmni og hæfni til að vinna undir álagi
- Gott vald á íslensku og ensku
Advertisement published29. June 2025
Application deadline18. July 2025
Language skills

Required

Required
Location
Suðurhraun 10, 210 Garðabær
Type of work
Professions
Job Tags